Hvenær gerðist það?



i244  Flóabardagi, sjóorusta milli Þórðar kakala og Kolbeins unga. Vestfirðingar Þórðar reyndust meiri sjómenn en hinir en létu loks undan síga fyrir ofurefli.  Kolbeinn lést skömmu síðar.
1246  Haugsnesbardagi í Blönfuhlíð milli Þórðar kakala og Ásbirninga.  Mannskæðasta orrusta hér á landi. Þar féll Brandur Kolbeinsson, foringi Ásbirninga, og lauk þar með valdaferli þeirrar ættar.
1247-1250  Þórður kakali nær allsráðandi á Íslandi. Þórði kakala stefnt utan 1250 fyrir að reka slælega erindi konungs.  Hann fékk ekki konungsleyfi til að snúa aftur og andaðist í Noregi.
1252  Sæmundur og Guðmundur Ormssynir teknir af lífi á Kirkjubæjarklaustri.
1253  Flugumýrabrenna sem að stóðu Eyjólfur Þorsteinsson ofsi, mágur Þórðar kakala og fleiri vinir Sturlunga.  Þar brunnu inni 25 manns og þar á meðal Gró, kona Gissurar Þorvaldssonar, og allir synir þeirra þrír. Sjálfur barg Gissur sér með því að leynast í sýrukeri.  Gerð Alþingissamþykkt um “að þar sem greindi á guðslög og landslög, þá skuli guðslög ráða.”
1255 Oddur Þórarinsson, fulltrúi Gissurar, veginn í Geldingaholti af Eyjólfi ofsa og Hrafni Oddssyni. Bardagi á Þveráreyrum þar sem Þorvaldur Þórarinsson fellir Eyjólf ofsa.
1257  Þorgils skarði Böðvarsson tekur völd á Norðurlandi í umboði Hákonar konungs.
1258  Hákon konungur gefur Gissuri Þorvaldsyni jarlsnafn. Þorgils skarði veginn á Hrafnagili, vegandinn Þorvaldur Þórarinsson.
1259  Hallvarður gullskór, erindreki konungs, kom til Íslands til að gæta hagsmuna herra síns í Noregi.
1262  Landsmenn sverja Noregskonungi land og þegna og ævinlegan skatt á Alþingi. Samningur sem landsmenn gerðu við konungvaldið um  skattgjald og skilmála var síðar nefndur Gamli sáttmáli.
1263  Oddaverjar sverja konungi skatt, en þeir höfðu ekki mætt til Alþingis árið áður.
1264 Austfirðingar játast undir konung. Gissur jarl lætur taka Þórð Andrésson af lífi, “síðasta Oddaverjann”.
1268 Gissur Þorvaldsson andast, hafði aldrei ráðið öllu landinu. Eftir hans dag féll jarlsstjórn niður.
1271 Magnús Hákonarson sendir Íslendingum nýja lögbók, Járnsíðu. Alþingi lagt niður en heldur áfram sem lögþing. Inn í lög koma þá bætur fyrir víg í stað blóðhefnda.
1280 Íslendingar fá nýja lögbók, Jónsbók, Jón Einarsson og Loðinn leppur komu með hana.Var hún samþykkt með breytingum á næstu þingum. Helstu embættismenn í umboðsstjórn konungs verða upp úr þessu hirðstjóri, lögmenn, sýslumenn og nefndarmenn.
1284 Sturla Þórðarson, lögmaður og sagnaritari, andast.
1320 Sjávarútvegur eflist vegna vaxandi eftirspurnar eftir skreið og verðlag hækkar.


Bloggfærslur 12. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband