13.8.2010 | 19:08
Egtabandssnæri
Egtabands reyrast aftur snæri, segir í brúðarkvæði eftir Þórð Sveinbjarnarson (1786-1856) háyfirdómara. Fjölnismaðurinn Konráð Gíslason víkur nokkrum orðum að línum þessa kvæðis í fjórða árgangi Fjölnis. Hjónin, sem um ræðir voru gefin saman í Flóanum, Ólafur sekri Stephenssen og Marta Stefánsdóttir. Svo vill til að þriðja eiginkona Ólafs sekra var frú Sigríður Þórðardóttir, ekkja síra Tómasar Sæmundssonar prófasts á Breiðabólsstað. Páll skáldi kallaði þann yfirboðara sinn mannýga prófastinn.
Ýfingar og skætingur stóð á milli Þórðar í Sunnanpóstinum og Fjölnismanna, próflausra stúdenta í Höfn. Smekkur háembættismannsins og almúgans virðist fara saman í skáldskaparefnum. Enda stóðu þeir Fjölnismenn í ströngu.
Ísleifur Einarsson (1765-1836) dómstjóri fékk veitingu fyrir Húnavatntþingi strax að loknu laganámi. Nokkuð var róstursamt í sýslu hans framan af líkt og í þjófabæli Þórðar í Árnesþingi. Ísleifur var einn hinn harðasti andstæðingur Jörgens Jörgensens, hundadagakonungsins, og kvaðst enginn sakamaður vera þegar Jörundur hugðist fangelsa hann. Hann bað heldur um byssukúlu í hausinn, fékk loks að dúsa í stofufangesi hundadaga Jörundar.
Þess má til gamans geta að þrjár til fjórar kynslóðir eru uppi á hverjum tíma allan aldur.
Þá sakar ekki að geta þess, að á Íslandsmiðum veiddist allur fiskur á handfæri, sem rataði á markað. Fundur Nýfundnalandsmiða markaði tímamót í sögu fiskveiða á Norður- Atlantshafi.
Á okkar dögum er pólitískir aktívistar á kreiki í fjölmiðlunum jafnt sem skólakerfinu og birtast í öllum dagfarsvenjum landans. Flaggað er undir breytilegum lógóum. Og mikið er fjasað og margt masað í nafni upplýsingarmiðlunar, gegnsæis, opinnar umræðu, opins lýðræðis að ekki sé talað um mannréttindi.
Ef máli skal vikið að almennum kosningarétti hvort heldur er í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum - Norðurameríku eða Íslandi skjóta nöfn nafntogaðra einstaklinga strax upp kollinum Lúðvík Filippus, Bismarck, Tómas Jefferson, Jón Sigurðsson. Margir frjálslyndir stjórnmálamenn nítjándu aldar voru hlynntir takmörkuðum kosningarétti, vildu binda hann eign og menntun. Kjörnir fulltrúar væru í forsvari fyrir sitt kjördæmi. Brynjólfur Sveinsson, Fjölnismaður fyllti þennan flokk. Á lýðræðislega kjörnum fulltrúaþingum eiga pólitísk öfl þjóðfélagsins að takast á. Meirihluti framkvæmdavaldsins stendur og fellur með ákvörðunum, sem þingið samþykkir.
Vel upplýstur almenningur, skákandi í skjóli gagnsæis og opinnar umræðu er eins settur hvað varðar að allt orki tvímælis þá gert er þrátt fyrir góðan ásetning og nákvæma útreikninga. Þessi almenningur mun fljótt mæðast á óánægju sinni og boldungsábyrgð fái kostir fulltrúalýðræðisins ekki að njóta sín. Kjósendur skipta út valdhöfum finnist þeim svo, sitja ekki upp með sjálfa sig, lafandi tungu, álfar á breiðvangi.
Kunnir militantar með grímu eða án hafa frá því skömmu fyrir aldamót breytt um grímu, svip. Endalaust er fjasað um mannréttindi. Allt skal leyfilegt og ekkert telst jafn fyrirlitlegt og frjáls markaður. (Libertine). Og frið, skálkaskjól Villa Munsenbergs og bolsévíkanna í Rússíá. (Infatuate: blinda, blekkja , ginna, fífla). Sumir mættu að ósekju arka að auðnu út á víðan blóðvöll með gaulandi garnir og tvær hendur tómar, að upprættum markaði, að upprættu óréttlæti hans, njótandi lista og menningar sem aldregi fyrr, í taktfullri vímu og lifa þaðan í frá í veruleikanum en ekki sennileikanum, lifa af sæði einu saman þar til dauðinn aðskilur.
Og svo verður masað og svo verður fjasað og undirlægjur leiðindanna bögglast við að telja sér trú um gegnum sýndarveruleika stöðugs og áleitins áreitis afþreygingariðnaðarins að allir sem fylgist með tímanum séu bundnir í líki ameríkana. Enginn innfæddur Kani hvorki virðir né tekur gilt eftiröpunina hvað þá Bretar eða meginlendsbúar Evrópu.
Hver vill fá málaða mannætu í heimsókn með gaulandi garnir, blik í auga og allt múlí. Enginn mannaþefur í helli. Sólin gægist um gátt. Dagar kyrkjuársins taldir.
Er listin lýðskrum, lýðskrumið list? Blinda, blekkja, ginna, fífla. Innfjálgt og innihaldslaust mas um listir vitna um það. Magík, mekaník, grænn litur dollarans og tunglskinins og Gatsby hinn mikli. Kaldhamrað alternatív religíón. Skáldsaga 20. aldar að mati Jeffrey Hart, prófessor emerítus, Dartmouth, Cornwall á Englandi: Smiling through the cultural catastrophe.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.