Hetjuskapur

   Þá riðu hetjur um héruð. Tveir rallhálfir framsóknarráðherrar buðu sjálfum sér heim á bæi, hvar sem þeim leist bezt. Framsóknarráðherrar þessir höfðu gert tilboð í jarðir í sveitinni. Þekktu vel skuldastöðu bænda, nutu þar sparisjóðsstjórans. Úlfar í sauðagæru. Rallhálfir heima á bæ höfðu þeir í flimtingum, að ekki tjóaði fyrir búandakarl að hafna tilboði þeirra. En bóndi hafði ekki í hyggju að selja sína jörð. Heimilisvinur og lögfræðingur að sunnan, skapstór maður nokkuð, þegar honum var loks nóg boðið prangið,vatt hann sér eldsnöggt úr stofu og beint í eldhúskrókinn til fólanna, sveiflaði ógnandi haglabyssu yfir hausamótum manna og skipaði þeim að hypja sig, ellegar myndi hann hikstalaust skjóta þá. Þá riðu hetjur um héruð.  

Og hvert riðu þeir, þessir seiðskrattar galdursins? Höfðu hnotið sömu misserin um klásúlu í frumvarpi Eyjólfs Konráðs, sem kollsteypti SÍS. Ófyrirleitni og brellur voru með í för, kvótalög og bókhaldsbrellur, þessara kívífugla í brjósti landsmanna. Abstrakt analysur og teóríur glotta af vör. Ráðherrar þessir eru gleymdir yngstu kynslóðum, en kívífuglinn lifir. Annar ráðherrann a.m.k. kveðst játa sínar syndir í kirkju, þögninni, hinnar lútersku þjóðkirkju. Blessi hann, hinn líka, sparisjóðstjórann og íslenzka þjóð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband