Á röngunni

  Valddreifing einkenndi lénskipulag miðalda. Um daga kaupauðgisstefnunnar, (merkantílismans) sem við tók af miðöldum, styrktist miðstýrt ríkisvald. Góðmálmum var safnað og tollvernd tryggði hagsmuni hvers ríkis. Búauðgisstefnan, (físíókratar) 18. aldar losaði um hömlur og vísaði leið til kapítalisma, ( caput:nautshaus), almennrar peningaeignar. Við Íslendingar könnumst við einokunarverslunina frá tíma merkantílismans. Stofan í Viðey, Hóladómkirkja, Bessastaðastofa, stjórnarráðið og Nesstofa risu af grunni á dögum búauðgisstefnunnar. Borgaralegir atvinnuvegir og innlend fjármagnsmyndun hófust á Íslandi um aldamótin 1900 á skútu og togaraöld. Hafi hjátrú og gerfi nútímans svo gott sem bugað landann nú á síðustu og verstu tímum sósíaldemókratískar frjálshyggju sans merci, mun Íslendingurinn enn forherðast í reikniskúnstum hins tvöfalda bókhalds, með perspektífið á hjátrú tímans, tækjum möguleikanna, óskalandi belgfullra og andlega úrvinda vinnuþræla. Enn eru þrjár til fjórar kynslóðir í landinu, sem jafnan áður. Og munu margeflast af hverslags gírugheitum. Í gamalli vísu segir um landann:

Hann er að tálga hraungrýti

himinfjálgur í andanum.

Hann er á leið til helvítis

og hyggst að sálga fjandanum.

Skólafólk, skólayfirvöld ! Væru ekki bæði nemendur og kennarar aðeins betra fólk, yrðu þau handgegnari ljóðum og kveðskap eftir áralangar þaulsetur á skólabekk. Ekki jafn berskjölduð og fjöldinn er, að standast raun þess tryllta áreitis, sem alla hefur meira og minna steypt í sama mótið. Og er engu lagi líkt og nær ekki nokkuri átt! Sbr. Dáraskipið. Edinborg og Glasgow nefndust tvær verslanir í Reykjavík á öldinni leið. Liverpool var af ólíkum stofni. Það er bruðlað með líf fólks í fyrrnefndum borgum, þegar þessi öld, sú 21. gengur í garð. En við eigum samleið. Borgaraleg ferming á að styrkja borgaralegar dyggðir, hvað sem þær nú nefnast í hremmingum þessa heims. Og hvar verður stéttarbaráttan háð, sem allan vanda átti að leysa, samkvæmt ónýtri formúlu upplýsingatímans, svo kallaðri vinnugildiskenningu Karls Marx frá dögum þeirra Riccardos og Malthusar? Á tröppum tónleikasals Hörpunnar rétt eins og hvar annarsstaðar, á meðferðarheimilum víðs vegar, á brókinni? Útflutningsatvinnugreinar eru skapandi sbr. Nokia, Össur, ekki föndur til heimabrúks, sem tímabundið vekur athygli í hugum rasandi fólks, sem fljótt gleymir öllu því, sem ekki snýr að brýnustu þörfum þess og bjargráðum. Þótt kenndir þorra fólks dofni telst sköpun vera sköpun standist fyrirbrigðið a.m.k. í nokkrar kynslóðir, geti eitthvað af sér. Þarf ekki meiri sanngirni, minna af sljórri eigingirni og lausn undan hópefli meinloka í þessum heimi viðvarandi ofstækis, þrunginn sjálfsréttlætingu og vissu?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband