29.11.2010 | 17:00
Vérum oss!
Vér, uppspretta valdsins, í senn staðgenglar, gæslumenn þjóðareignar, skriffinnar ríkisins, ríkis, sem áður fyrr á dögum var verkfæri erfðakóngs. Hann einn setti niður fæðardeilur manna í milli o.fl., framkvæmdi allt í þágu heildar, kvikrar heildar, þjóða, þjóðarbrota. Átti í þá daga að kjósa veðurfræðinga e.t.v.? Hverjir áttu að segja til um pensilíngjafir löngu áður pensilínið fyrir slysni uppgötvaðist? Hvaða úrkosti eigum við, sem teljum okkur eiga allra kosta völ og við þá sjálf lagt upp eins og leggja sig; með auknu lýðræði, jafnrétti, mannréttindum, gegnsæi, innblásin af bralli í menningunni og ímyndunaraflinu á leið okkar frá eggfrjóvgun til moldar. Halarófa semínarista úr launhelgum pólitískrar verkfræði, verkfræði andans, hlaðin minnimáttarkennd, tilheyrandi drambi, hubris, uppfull af meykellingalegri vandlætingarsemi. Tálsýnir breyta ekki manninum. Breyttur heimur í samræmi við tálsýnir, líkt og á hefur sannast, óþolandi, tálsýnin söm, maðurinn líka. Heimskan og ofstækið reynast sterkasta aflið. Dýr og mannfólk hvergi saman í dansi. Trú, von og kærleikur fylling stundanna en líka lausn undan óbærilegum léttleika skrafhreyfra bjartsýnisafglapa, sem allt vilja fyrir aðra gera, meirihluta, minnihluta, háa og lága rökrétt og af sjálfu leiðir og helst í björtu; án þess að spyrja kóng eða prest. Vér erum handhafar valdsins og staðgenglar og það í krafti samstöðu, sem vitaskuld brestur hátt og illilega innra með oss og út yfir allt. Umræður skulu leiða í senn til einnar niðurstöðu, hinnar réttfengnu og þar af leiðir hinnar einu réttu, mæðulaust fyrir alla alls staðar, án tillits til hnattstöðu, lífsskoðana, trúarbragða, stéttar eða uppruna. Áraun má laga til með pillum, árangur mæla og ástina máta við ómælisvíddir geimsins, í vatnsrúmi, aflukt í hringleikahúsi hvunndagsins. Duas tantum res anxius optat, panem et cirkensis. Tvennt vekur þeirra eftirvæntingu, brauð og leikir.
Athugasemdir
Gaman að þér, Nonni- og fínt að rekast á þig hér. Ekki átakanlega bjartsýnn, sýnist mér. En nú er allt þetta allt að koma, allir - og ég meina allir -horfa til stjórnlagaþings (sem reyndar er búið að skipta upp í valdapýramýda), og sjá þar lausnina.
Kveðja, Guðrún Ægis
Guðrún Unnur Ægisdóttir, 5.12.2010 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.