26.12.2010 | 19:12
Sítöt héðan og þaðan
Þeir sem setja manninn á stall og segja hann og skynsemi hans vera Guð, þeir segja jafnframt að vilji mannsins skuli gilda og þá að sjálfsögðu sá vilji, sem kristallast í samtökum manna. (Arnór Hannibalson, Moskvulínan).
Kjarni slíkra samtaka er svo dæmi sé tekið rússneski kommúnistaflokkurinn, og mafíur hverslags sem undan urðu að láta fyrir Mussolini og ítölsku fasistunum á öldinni sem leið. Lendir ekki vinstrimönnum jafnan í hár saman enda hugmyndafræðilega sinnað fólk upp til hópa. Meinlokur, þröngsýni, forherðing og virðingarleysi koma eitthvað við sögu. Vinstrafólk sér fyrir sér sjálft. Það kennir reynslan, og hilma yfir hver með öðrum út í rauðan dauða svo sætir undrum. Engin treysti Guði. Ýkjur og óskapalæti, byltingar, koma þeim síst til góða. Sjálfir trúa þeir því að heiðarleiki og góðmennska eigi póstfang innan þeirra herbúða. Viðsjár skal rökræða í kaf; þeirra er intelígensían.Tillært af friðarkvaki á rithöfundaþingum pennavina Villa Münzenbergs Sovétagents. En hvað með frímúrararegluna, tvíflokkinn íslenska, Bítlana og Stones? Markar vart tímaskil í gildum fræðum, útvatnaðir, núll og nixarar. Gengnir í stokka og steina. Þykir það leitt! Lengi má hamra deigt járn. Svoleiðis. Heimskan og hjartagæskan er öllu sterkara.(Kundera, Börn Evrópu)
Skal skynsemi mannsis umstaflað í heilu lagi úr kirkju Krists og flutt á stall í háskólum undir aga hugvísinda, rökfræðilegrar raunhyggju? Verkhæfni menntamanna líkt og listamanna og spéhræðsla þeirra vekja oft bæði forvitni og kátínu þeirra sem álengdar standa. Sjónarspilið er í sjálfu sér menntandi. Schiller og upplýsingarrammi; Bókmenntakenningar síðari alda, Árni Sigurjónsson, Heimskringla 1995. Segir þar m.a.: Villimaðurinn lítilsvirðir listina og lítur á náttúruna sem sinn eina herra, barbarinn hæðist að náttúrinni; menntaður maður gerir hins vegar náttúruna að vini sínum, frelsi hennar virðir hann en hemur dyntina.
Eggert Ólafsson (Ólafur f.1688), sektumaður samsinnti Hannesi Finnssyni biskupsefni í einu, að trúa á Guð en ekki grýlur. Eggert fyrnti mál sitt og skammaði Jón Vídalín fyrir þýsku og dönskuskotnar ræður. Hannes mat skýrleika framar öðru. Hjátrú þótti á nýbakaðri öld heldur bagaleg og til lítils þrifnaðar. Rétt fyrir miðja öldina leið sótti sóknarprestur í Odda um lausn frá embætti. Hann hafði þjónað kirkjunni í Odda í 28 ár. Sveitarrómur tók af öll tvímæli um að enginn mætti sitja staðinn lengur en í 30 ár. Biskupinn var af skóla nýguðfræðinga og frjálslyndisgopi að áliti séra Árna Þórarinssonar og hans félaga í Kristi. Biskupinn hafði því að gefnu tilefni yfir áminnandi orð við prestinn, orð Eggerts; Ég trúi á Guð en ekki grýlur. Prestur svaraði um hæl: Það vita allir hvernig fór fyrir honum. (Ásgeir Pétursson sýslumaður í Borgarnesi, æviminningar.)
frh. síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.