Tveir möguleikar, þriðji kostur er ekki fyrir hendi. Tertium non datur

 Járn má leggja í jötu, plóg; leggja í hvaðeina, sem upphefur skynsemi mannskepnunnar, sviptir dulu af fjöldanum í veldi, sem maðurinn einn og hans samtakamáttur ræður illa við.

  Sigling Odysseifs og félaga innan um sírernurnar var fróðleiksför í náttúrulegu og manngerðu umhverfi. Handan yfir þessa heims atvik og atburði brosir blaktandi þytur í hálfbrostnu hjarta, m.a. Theódórs Adornós.

  Sagan um Remúlus og Rómúlus varpar skýru ljósi á samskipti Etrúska og Latverja, en Latverjar voru í þeim skiptum lengst framan af þiggjendur. Etrúskar tignuðu úlfinn norður í sinni byggð, og úlfynjan átti eftir að skipa dyggan sess í söguheimi Rómverja. Á það voru Rómverjar ágæta vel læsir þó minnisgreinar þyki stopular. Sagnir segja sögu, að baki liggja atvik, minni. Timeo Danaos. (Virgill, Magnús Stephensen)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband