Item

   Retrograd metamorphos samkvæmt Darwin. Aktæon og Diana; fornaldarminni Bensa Gröndal um gyðjuna og veiðimanninn.

Búnaðarráðunautur einn, frómur maður og gegn, fór um sveitir norðanlands í byrjun tuttugustu aldar, á þeim dögum sjaldséðir. Til varð vísa þar í sveitum, ort fyrir munn fremdarmanns, og sem hér greinir:

Rófur og næpur reittu í kýr

 rektu þær ekki í haga;

ómálaga skepnan að því býr

alla sína daga.

Þeir urðu margir búnaðarráðunautarnir sem á eftir fóru. Vita bændur orðið sitt rjúkandi ráð, á öllum sínum flottu græjum; þó vart girtir hjálpartæki lostalífsins um lendar líkt og lessa eða femínistar, í dúett með generála, hershöfðingja; óvíst samt um þá korðalögðu kögurvofur hvort heldur eru skráðir undir merkjum hauka í Washington eða afdankaðra bolsa, málaliðasveita og byrgja alþjóðlegra auðhringja, mannaðar innfæddum.  

Í dúett deildu þau um riddarasögur, sem hvorugt hafði lesið. Hvorugt hafði lært hvort heldur borð- eða mannasiði af munkum eða ábóta, supu brennivín a la vertinn á Naustinu, rumdu líkt og berserkir, töfratröll, í nafni friðarins, slökunar holdsins, fengu saðning sína og kvöddust. Þeirra heimur er heimur götunnar, markaðstengdur í allar áttir, prangaraheimur, gjörsneyddur hugfró sjálfsþurftarinnar. Þess þá heldur reiknast þeim falt, sem segir í vísu úr Gönguskörðum, norðan fjalla.

Lömbin skoppa hátt með hopp

hugar sloppin meinum;

bera snoppu í blómsturtopp

blöðin kroppa af greinum.

Telst nema von, þótt spurt sé, hvernig nokkur maður fær einu sinni brosað, hvað þá afborið stjarfa hinnar tragísku heimsmyndar, í skini sólar, í öllum fíflalátunum undir ræðu vitfirringa í landi lífslyginnar, samhverfum heimi, heiman og heima. Sé grant skoðað. Brosað. Í æðandi síbylju!

Ein er dæmisaga meistarans frá Nasaret af kornuppskeru og bónda, illgresi, óvini og uppskeru. Til að draga úr þeirri hættu, að sáðkornið verði reytt upp með illgresinu segir í dæmisögunni og allir ættu að kunna, skal hvorutveggja, illgresið og kornið fá að vaxa jafnt fram um uppskerutímann. Illgresinu skal kastað á eld; töðugjöld haldin, og allir fá unað glaðir við sitt.

Gullbúinn gimbill-

- í grænkunni lá,

 hleypur hann um hlíðarnar

 og hefur horn uppá;

faðir þinn er flekkóttur og móðir þín er grá;

 þegi þú, fífilkollur, hver sem þig á.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband