20.2.2011 | 19:14
Er urgur í einhverjum?
Vinstrisinnuðum femínistum, arftökum Marx- Lenínista, hefur lengi sollið móður, svo eftir hefur verið tekið. Láta nú orðið stundum dólgslega liggi mikið við. Dólgslætin skal líta á sem listrænan gjörning og það sé ekki svo lítið. Ber að taka tillit til þess. En hvað? Eru femínistar upp til hópa grímuklædd útfrymi með pípuhatt, astraltertubúnt, hugsanleg fórnarlömb núverandi fóstureyðingarlöggjafar, sem femínistar sækja af hrokafullri innfjálgi sinn innblástur í; hálfgalnir draugar úr fortíð, veifandi dulum sínum, hampandi eigin hlutskipti í tölu lifenda af öryggi, sem helgast af útsmognum tíðaranda. Í stað þess að sýna sjálfum sér og öðrum réttmæta virðingu, brynjar þetta góða fólk sig með kreddum hægri og vinstri, gjörsneytt ærlegum tilfinningum, útbelgt af fjasi og masi í slefandi aðdáun sinni á m.a. friði. Friði til hvers? Að steypa undan sér? Ala sín börn upp í frístundum? Þegar svo loks börnin mæta á svæðið táningar hálf mállaus með græjurnar umlandi og emjandi í takt við slark og skruðninga úr verstu fátæktarvilpum á vesturhveli jarðar, öll skilningarvit útsvínuð af einsleitu áreiti fjölmiðlaglamúrsins, fremur hjörðin list sína. Og þykir bara fínt. Tryggir liðsauka svo halda megi skruminu áfram.
Ætlar þetta ágæta fólk, það á sig sjálft, að búa í landinu öðrum til bóta og betrunar og sjálfu sér í leiðinni, eða ætlar það að flytja þangað, sem minna fer fyrir því? Hvert svo sem kreddur leiða fólk, er fólk af líku sauðahúsi nær hvergi velkomið, né heldur afborið, hvað svo sem það að öðru leyti hefur til málanna að leggja. Væri allt með felldu.
Yfir hverju ætti annars að býsnast? E.t.v. hlut vörubílstjóra á öldinni leið í efnisflutningum á Íslandi, eða hlut kreditkorta í vitund fólks frá 1980? Hlut ekki nógu háttlaunaðra með prófgráðu til að leysa praktískan vanda hvers manns í nútíð og framtíð, niðurþögguðum hlut verkþjálfaðra, en prófgráðulausra, til að sjá sér og sínum farborða; þeim meinuð hítin þó störf þeirra séu vitaskuld nytsamleg. Hefur ekki eitthvað gleymst í okkar smáborgaralega hugarheimi, jafn rígföst og raun ber vitni í pilsfaldi hinna moldríku og hámenntuðu, (hálfmenntuðu) og að sögn ráðagóðu. Í hvað er seilst og fyrir hvað er lifað? Meiri þægindi og upplifanir, vissa tilfinningadeyfð, ólæsi, dæs, fara einskis á mis. Lifa og njóta, sem sé.
Ætlar þetta ágæta fólk, það á sig sjálft, að búa í landinu öðrum til bóta og betrunar og sjálfu sér í leiðinni, eða ætlar það að flytja þangað, sem minna fer fyrir því? Hvert svo sem kreddur leiða fólk, er fólk af líku sauðahúsi nær hvergi velkomið, né heldur afborið, hvað svo sem það að öðru leyti hefur til málanna að leggja. Væri allt með felldu.
Yfir hverju ætti annars að býsnast? E.t.v. hlut vörubílstjóra á öldinni leið í efnisflutningum á Íslandi, eða hlut kreditkorta í vitund fólks frá 1980? Hlut ekki nógu háttlaunaðra með prófgráðu til að leysa praktískan vanda hvers manns í nútíð og framtíð, niðurþögguðum hlut verkþjálfaðra, en prófgráðulausra, til að sjá sér og sínum farborða; þeim meinuð hítin þó störf þeirra séu vitaskuld nytsamleg. Hefur ekki eitthvað gleymst í okkar smáborgaralega hugarheimi, jafn rígföst og raun ber vitni í pilsfaldi hinna moldríku og hámenntuðu, (hálfmenntuðu) og að sögn ráðagóðu. Í hvað er seilst og fyrir hvað er lifað? Meiri þægindi og upplifanir, vissa tilfinningadeyfð, ólæsi, dæs, fara einskis á mis. Lifa og njóta, sem sé.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.