Efni og álit

Telst orðið tímabært e.t.v., að kolefnisgreina á sviði kynjafræða við Háskóla Íslands, kiljanskan gúmanisma, ætt og minni Ameríkufara fyrr og síðar; í ljósi þess að Hallfríður, dóttir Snorra, þess, sem fæddist í N- Ameríku, Þorfinnssonar Karlefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, var móðir Þorláks Runólfssonar biskups, eftirmanns Gissurar Ísleifssonar biskups í Skálholti? Þorkell Gellisson, föðurbróðir Ara fróða Þorgilssonar dvaldist um skeið á Grænlandi.  

Minni þessa fólks, bundið ætt og eign og áhrifum virðist hrífa margan nútímafræðimanninn, margt hugvísindafólk upp af standinum, á vit þrotlausra efasemda. Er staðið í þófi! Hverju tengist framúrstefnuleg sjálfsmynd og álit? Ímynd, tilbúningi, ofurraunveruleika, raunverulegri en veruleikinn, sýndarveruleika, sköpun? (Sjá infatuate í Ensk íslenskri orðabók.)

Og hvort kemur á undan, hagvöxtur eða menntun? Skólamenntun kemur á eftir hagvexti fremur en valda honum. (Hörður Bergmann, Að vera eða sýnast, Skrudda 2007).  Kristin menning bættist ofan á gamalgróna menningu en kom ekki í stað hennar, ( Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 Sverrir Jakobsson, Háskólaútgáfan, 2005). Translatio studii! Er staðið í þófi?

Minni getur upprætt gleymsku. Sé minnið vanvirt má auðveldlega innleiða nýungar og framtíð án fortíðar líkt og í Kambódíu forðum, framtíð uppgötvana og hamingju, sem nærist á algleymi. Engin liggur óbættur hjá garði; Ódisseifur heill í höfn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband