Tilgátur frh.

 Árin eftir fyrri heimsstyrjöldina einkenndust af upplausn og sundrungu allra fyrri menningargilda. Jarðvegurinn hafði að nokkru verið plægður fyrir styrjöldina. Fyrsta tákn þessarar upplausnar var upplausn „myndarinnar” í kúbismanum. Eftir styrjöldina blómstra framúrstefnur-, „avant-garde”, Dada og Surrealismi, listamaðurinn hverfur inn í einkaheima heimssýnarinnar. Í súrrealimanum týnast allar útlínur, fyrirmyndin rennur saman við óra listamannsins og myndin verður afsprengi þess, „öll skynsemi og raunveruleiki, fagurfræðilegar kröfur og heildarmynd gufa upp ...” Húmanisminn í evrópskri merkingu hugtaksins og þar með opin afstaða til mennskra fyrirbrigða, menningarviðhorf reist á húmanisma og frjálslyndi eru ekki lengur marktæk.  

Þessir oft óljósu þræðir til vissrar áttar upplausnar voru formaðir í kenningum Sigmunds Freuds um vald dulvitundarinnar og takmörkun siðunar og menningar í viðhorfum manna. Hann svipti einstaklinginn ábyrgðinni, duldar hvatir stjórnuðu lífi hans. Menn ýktu tilgátur sálgreinisins og gerðu að kenningum. Skynsemi var samkvæt útfærslunni mýraljós, mýtan er allsráðandi um gerðir manna, og hún bjó í dulvitundinni. Öryggi og fullvissa um gildi hverfur og hafi það verið mýtan, þá koma nú aðrar mýtur í staðinn, sem verða lífsakkeri einstaklinga.

Í stjórnmálum fylla marxisminn, kommúnismi, fasismi og nasismi tómarúmið, og þessar nýju mytológíur bólgna út, hatrið og brjálæðiskennd þjóðerniskennd koma í stað umburðarlyndis, persónulegs frelsis og lýðræðis. Sósíal-darwinisminn féll vel að kenningum um útvalda kynþætti og rétt hins sterka. Hin pólitíska kveikja fasisma var kommúnisminn og Þriðja alþjóðasambandið stofnað 1919 undir heitinu Komintern - communist international - alþjóðasamband kommúnista. Lenín hugðist í krafti vísinda - mýtu útblásinnar, hvað? Heimsyfirráð eða... Fýsi einhvern að vita það, er Smellur blindsker um tvær sjómílur austur af Eystrahorni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband