Frh.tilgátur kreddur

   Meginbreyting á hugsunarhætti og mati manna í Evrópu fyrir og eftir aldamótin 1800 var viðhorf til einstaklingsins. Samkvæmt kenningum Fichtes, var „ég” nafli heimsins, alfrjáls og óbundinn, sem gat farið um sem stormsveipur í listum, bókmenntum og öllum mannlegum athöfnum. Það liggur beint við að bera saman athafnasemi og framkvæmdir einkavinar Heines, Rotschilds baróns, sem var einkavinur Lúðvíks Filippusar (borgarakonungs) og hljómþan hljómkviðu Beethovens. (Járnbrautakerfið þandist út fyrir tilstilli Rotschildanna, gufuaflið keppti við seglin á höfunum.). Sjálfhverfar kenningar Fichtes og heimsandi Hegels áttu síðar eftir að ummyndast í verkum Nietszches, via Schaupenhauer, og Marx.

Frelsi til að yrkja, mála og semja tónverk eftir eigin vilja óbundinn hefðum og forskriftum varð samferða frelsi persónulegra athafna, framkvæmda og hagsældar, án afskipta ríkisvaldsins. „Iðnbyltingin” skapaði grundvöll fyrir stóraukna framleiðslu og afleiðingarnar urðu aukin eftirspurn eftir hráefnum og hækkað verðlag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband