Bara hugmynd

  Enn er sopin fjara. Freyðandi fjara Afródítu. Og margur forpokaður í samkvæmisklæðum Mammons ýmist. Eða í tötrum eftir atvikum. Undir flennistóru pottloki listagyðjanna eða hattbarði réttlætisgyðjunnar, á fjörum Akteons eða í skógi Marsyasar, (húðflettum af Appoloni) á byggakri Demetru, undir húðfeldi Artemisar, ofar þrumubólstri veðurguðanna suður í Arisona, Nýju - Mexíkó.

Stjarfur með kíki og með bréf upp á vasann, að allt muni á réttu róli, enginn gróði nema jarðargróði. Undir kringumstæðum sem þessum dettur mönnunum í hug að starta logni, ekki satt. Stóð til að kasta rekum á svellbólgna hugmyndafræði, þ.e.a.s. vísindalega hugmyndafræði? En áður fyrr á dögum voru eyðimerkur jarðar, Góbí, Sahara, Arabía, Kalahari o.fl. gróði prýddar af náttúrulegum völdum, af eigin rammleik. Rösklega er riðið í hlað, rétt um sólarlags bil. Ég er nú hræddur um það, það er nú líkast til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband