Heima og heiman

  Viðvarandi virðingaleysi fyrir rökstuddum málefnaflutningi er beggja handa járn. Skapar andvaraleysi. Reynist stórhættulegt. Baksvið ólíkra skoðana skiptir máli. Staðreynd á borð við aflukt innflytjendahverfi, íbúa þriggja til fjögurra kynslóða, talar sínu máli. Að mestu hulið þoku og svíma sósíalsins. Huldan reynist engu síðri ógn yngri íbúum þessara hverfa en samfélögum Norðurlanda í heild.

Á Norðurlöndum hverfast pólitísk ágreiningsefni í talsverðum mæli um akkúrat þennan heimtilbúna vanda. Slagorð hafin á loft sótt í hugmyndir, sem ala af sér hugmyndir, ímyndir og vænanlega kjörfylgi. Þessi ágreiningur íbúa Norðurlanda skipar fólki þar í fylkingar þvert á flokka. Opið fjölmenningarlegt (jafningja)samfélag, (I love NY) er ræmt og eitt tekið gilt í tölvu- og gemsavæddri fjölmiðlaveröld. Aðstæður fólks heimafyrir eða að heiman? Hvað er látið í veðri vaka? Hvað skiptir máli?

Átakalínur stjórnmálanna snúast af alefli um ímyndir og hugssjónir fremur en raunverlegt líf hversdagsfólks vít út um byggt ból. Sanngirni í viðskiptum og réttlæti, kynjapólitískt, á sama diskóteki heima og heiman. Innflytjendur á Vesturlöndum vita vel af pólitískum vanda á heimaslóðum, vita af fulltrúm sínum á þingi Sameinuðuþjóðanna og kannast við AGS. Forvitnileg er saga ríkjamyndunar sunnan Sahara fyrir daga landafunda Evrópumanna. Kush: Núbía, 730 fr.Kr. Eþíópía, Malí, Gana, 13. og 14. öld: Konungurinn, moldríkur þrælasali, hélt í pílagrímsferð til Mekka 1307. Þótti efirminnilegt sakir ríkidæmis hans og flottræfilsháttar. Horfið á 16. öld. Zambía, Zimbabwe á 17. öld, þrælasöluríki. Merkustu fornleifar Afríku sunnan Sahara eru frá 8. öld. Og enn er gengið á lagið hvað hráefni, ódýrt vinnuafl og vonleysi varðar. Og hvar eru stuningshópar þjóðfrelsisfylkinga frá öldinni leið á vafri þessa dagana? Láta duga að bugta sig og beygja fyrir grímuklæddum skuggamyndum sjálfra sín í einskismannnslandi skotsilfurs og gnægta: menningargnægta- Totem og taboo, lög og réttur; einu gildir.  

Egill og Ásdís frá Bjargi, Grettir og Brák, Lorel og Hardy; stafur Chaplins. Gefi að Norðmenn finni sinn styrk, samlíðan og réttlæti. Gefi að svo verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband