5.9.2011 | 18:59
Úrbeinað Alþingi og “body language”
Með samþykktum stéttaþingsins í Kaupmannahöfn 1660 varð Danmörk erfðaríki, og aðallinn afsalaði sér skattfrelsi. Íslendingar sóru hollustueiðana í Kópavogi 1662. Íslendingar héldu að því er best verður séð réttarstöðu sinni með óskertu dómsvaldi Alþingis. Alþingi starfaði eftir sem áður, en danska stéttaþingið var lagt niður. Friðrik konungur VI andaðist 3. desember 1839 og Kristján VIII verður konungur. Kristján VIII var ekki hallur undir þjóðfrelsisstefnuna, hann var einvaldskonungur. Hinn 10. maí 1840 ákvað hann upp á sitt eindæmi að stofnað yrði sérstakt þing á Íslandi gegn ráðleggingum og tillögum embættismanna sinna í kanselíi og ráðgjöfum. Þessi boðskapur kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Með úrskurði konungs lagði hann í raun grundvöllinn að frelsisbaráttu Íslendinga með því að viðurkenna sérleika þeirra og sérréttarstöðu innan danska ríkisins. Tunga, bókmenntir og fjarlægðin frá höfuðstöðvum ríkisvaldsins olli þessari afstöðu, en ekki síst arfhelgi hinnar fornu stofnunar Alþingis á Þingvöllum. Úrskurður konungs var gefinn út 8. mars 1843, en þingið kom ekki saman fyrr en 1. júlí 1845. Viðbrögð Friðriks VII við þjóðfrelsiskröfum, og kröfum um aukna þátttöku þegnanna um stjórn ríkisins urðu til þess, að hann afsalaði sér einveldinu 1848 í þeim tilgangi að þjappa þjóðinni saman til viðnáms gegn yfirvofandi upplausn alríkisins. Eina leiðin til að hamla gegn upplausninni var að samþykkja kröfur þegnanna og vinna síðan með þeim gegn sundrungu ríkisins. Styrjöld hófst við hertogadæmin, sem lauk með sigri Dana með stuðningi stórvelda. Danakonungur var áfram konungur hertogadæmanna Slésvíkur og Holtsetalands, sem fengu löggjafarvald hvort fyrir sig -1850. Íslendingum er ósamboðið að gefa sig undir atkvæði bænda á ríkisþingum Dana. Þessi var afstaða Ásgeirs Einarssonar á Þingeyrum, sem og Brynjólfs Péturssonar eins og fram kemur í bréfi til Páls Þ. Melsted 27. maí 1850. Niðurstaða Jóns Sigurðssonar og meirihluta þjóðfundarins 1851 varð sú, að konungur vor getur ekki löglega sleppt hinni ótakmörkuðu einveldisstjórn yfir landinu, sem byggð er á hollustueið þeim er landsmenn unnu Friðriki hinum 3. árið 1662, nema eftir samkomulagi við þegna sína á Íslandi. Varðandi fjárhagsmálið, álitu fundarmenn, að aðkilja bæri fjárhag Íslands og Danmerkur. Þar er að finna Akkilisrhælinn því að tekjur Íslands voru um 22.000 ríkisdalir en tekjur þurftu að nema um 60.000 ríkisdalir. Járnbrautir runnu á teinum í Evrópu áður en brautarspor tóku að létta fólki störfin í Viðey við Reykjavík, gufuvélin á leið út á höfin. (Sjá Endurreisn Alþingis og Þjóðfundurinn, Aðalgeir Kristjánsson, Sögufélag, Reykjavík 1993
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.