Í túni Braga

Skáldskapur er ekki eftirlíking ytri raunveruleika, en skuggsjá, þar sem greina má fyrstu drætti í mynd sannleika lifanda lífs. Þekking á eðli skáldskapar telst affarasælust, ef sjá má við margvíslega fáránlegum áhrifum hans. Hafa mætti hugfast, að tilfinningar eru rökvísari oftar en margur hyggur. Á tuttugustu öld urðu skáldskapur og listir hálfgert tilfinningahæli listunnenda. Mikilvægi lista var stórlega upphafið, sem eini möguleiki mannsins til að koma auga á hvað máli skiptir í lífinu. Rökfræðileg raunhyggja og tilvistarstefnan voru helstu tískustefnur.
Hver er munur á sýnd og reynd? Hvað segir atómkenningin, afstæðiskenningin og skammtafræðin um þá munúð? Allt sem fært er að vita! Á guðlausri öld keppast listir við að hylja fjarveru alfa og ómega, skapara heims; ekki undanbragðalaust, íturvaxin með hyenuhöfuð, músa, mótuð í mynd, á gljáfægðu gólfi væddra og skæddra. Listin er sá mesti fræðari, sem um getur, segir Iris Murdoch, miklum mun meiri en keppinautarnir, heimspeki, guðfræði og vísindi.
Vel má vera, að þeim, sem ekkert er heilagt, sé jafnframt meinað að bera virðingu fyrir nokkrum sköpupum hlut sakir hégómagirndar sinnar. Þessir hópa sig á markaði í keppnislið velupplýstra stórlýðræðissinna, en tekst þó vart að bera minnsta blak af náunga sínum, sveipaðir dulu samansplæstrar afstæðishyggju tíðarandans; persónugervingar rúllettunnar. Allt telst jafn merkilegt eða ómerkilegt, blautlegt og flátt, líkt og þá forðum tíð, á dögum löngu horfinnar og stórlega vanmetinnar hátæknimenningar mannvera, vísdómsgeimvera, og hér ríktu á fold. Þessu hyglast margur nettengdur vídeóráparinn til að trúa sér til dulítillar kátínu, huggunar og uppörvunar í amstri og vafstri daganna. Gott og vel. Dylur eða breiðir yfir hvað annað, sem ef til vill svíður undan. Hvar er Hulda, Unnur Bjarklind og harmurinn skapandi lista! Til hvers er sáð, og það strax í leikskóla, og út springur á samkeppnismarkaði, og engin þekkir grið, og fagnaðarlæti eftir því sem næst þolmörkum? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband