11.2.2012 | 15:27
Heiman og heim
Tæknikratar og velmeinandi gæðablóð, skipulagðar sveitir fagitjóta og ignoranta, rustar og rustamenni, lýðræðisvinirnir vítt og breytt, heiman og heima. Saint Simon, Immanuel Kant og gæðakonan góða í Óhræsi Jónasar, rjúpa, valur og kind. Og við, friðarsinnuð, laissez faire og allt. Herra Ólafur! Metnaður og fóstureyðingar fara saman. Menntun og menning á að skipta máli. Það er nóg leikskólapláss og kvenfólk á pillunni, allt á vinnumarkaði, Schengens, vaðandi í undirboðum, a.m.k. hvað verkafólk varðar. Kynhverfir í hjónaband! Ungviði uppnumið í tækjasalnum. Gamalt fólk með vasapening. Síkópatar á sínum stað.
Í Rússlandi 1917 var öreigalverkaýðurinn, metafísískt apparat vísindalegs sósíalisma og bolsa, um þrjár milljónir í landinu, en landsmenn 170 milljónir. Febrúarbyltingin 1917 hljóp af stað þegar varðmenn keisarans, óbreyttir bændur allir sem einn neituðu að hleypa af skoti á mannfjöldann framan við Vetrarhöllina. Ludendorff og þýska herstjórnin smyglaði Lenín í hasti í innsigluðum lestarvagni, klyfjaðum gulli, frá Sviss yfir til Svíþjóðar og þaðan til Finnlands. Einræðisflokksræði var þá strax hugmynd á koppi. Á eftir fór október byltingin, friðarsamningar í við Þjóðverja í skæðum inflúensufaraldri, ein afleiðing styrjaldarinnar 1914-1918, síðan stríðskommúnisminn og hungursneyðir, Nep, iðn-og samyrkjuvæðing, hreinsanir og sigur bolsa á sósíalískum félagsbræðrum, fasistum í seinni heimsstyrjöldinni, og loks hrun 1991. Og vituð ér enn, eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.