8.3.2012 | 17:26
Kenndir, myndhvörf, nýgjörvingar Fyrra innslag
Kennd er bundin bæði tilfinningu og viti, vilja; ekki aðeins ósjálfráður hrollur, eða hrifningarrús; kenndir, offors, bendingar, kennd fyrir mun góðs og ills, hvað sé rétt, hvað rangt, kennd fyrir ágæti á borð við uppruna og hamingju. Fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá, segir postulinn. Siðmenningarkennd er runnin af sömu rót.
Úr erindi upphaflega flutt 1916, birt í bókinni Þjóð og tunga, 2006, undir ritstjórn Baldurs Jónssonar.: Frá Rómverjum er sá siður kominn að hafa ættarnöfn. Hin íslenska nafnvenja á djúpar rætur í menningu þjóðarinnar. Aldrei ætti oss að gleymast það að íslensk menning er sjálfstæð í eðli og frumleg, þótt menningarlíf okkar sé að sumu leyti hörmulega fátækt og fáskrúðugt. Rómverjinn var svo mikill fyrir sér að hann hélt mestum hluta þessarar heimsálfu á valdi sínu, löngu eftir að hann var lagstur í gröfina. Rómversk lög, rómverskir siðir og rómversk tunga skipuðu öndvegið meðal flestallra þjóða í Norðurálfunni eða höfðu að minnsta kosti sterk og óafmáanleg áhrif á menningu þeirra og mál. En Ísland hefur aldrei lotið Rómverjum, hvorki beinlínis né óbeinlínis.
Að vísu bárust straumar rómverskrar menningar hingað sem betur fór, en hér voru þeim veittar öðruvísi viðtökur en annars staðar gerðist. Meðal margra annarra þjóða sópaðist í burtu allur grundvöllur innlendrar menningar, og liðu margar aldir, áður en nokkrar bætur yrðu á því ráðnar og þó aldrei til fulls. En þegar bylgjan skall yfir Ísland er kristni var lögtekin, þá var Íslendingum vaxinn svo fiskur um hrygg að þeir gátu varið þjólíf sitt fyrir öllum skemmdum en hins vegar gróðursett ótalmörg frækorn, sem með straumnum höfðu borist, í íslenskum jarðvegi. Þeir gerðust ekki apar útlendrar menningar, en færðu sér hana í nyt. Þeir lærðu mál Rómverjans, en hitt lærðu þeir ekki síður af honum, að leggja rækt og alúð við sína eigin tungu. Þess vegna er nú þeirra tunga og vor kennd við ótal menntastofnanir víðs vegar um veröldina. Þetta er sjálft höfuðatriði í Íslandssögu. Þetta undraverða og ógleymanlega afreksverk forfeðra okkar skapaði íslenskt þjóðerni.
Ekki er úr vegi að spyrja, hversu miklir Rómverjar þau eru í roðinu fyrir tilstilli Rómarkrisni, Hvítanesgoðinn sonur Þráins, Hildigunnur Starkaðardóttir, Kári Sölmundarson og þá Ámundi Höskuldsson Njálssonar. Fallið mannkyn, lítt viðbjargandi, í garði munka á birtuláði. Karl ábóti og Brandur biskup á næsta leiti.
Í bréfi segir Rasmus K. Rask, rétt upp úr aldamótunum !800: Ég legg ekki stund á íslensku til þess að nema af henni stjórnlist, hernaðarlist eða slíkt, nei, heldur til þess að hugsa eins og mannlegri veru sæmir, til þess að breyta þeim lága og niðurbælda anda sem mér hefur verið í brjóst blásinn frá blautu barnsbeini til þess að styrkja sál mína, svo hún fyrirlíti þær hættur sem á vegi mínum verða o.s.frv.
Ég skildi að orð er á Íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu. E.B.
Úr erindi upphaflega flutt 1916, birt í bókinni Þjóð og tunga, 2006, undir ritstjórn Baldurs Jónssonar.: Frá Rómverjum er sá siður kominn að hafa ættarnöfn. Hin íslenska nafnvenja á djúpar rætur í menningu þjóðarinnar. Aldrei ætti oss að gleymast það að íslensk menning er sjálfstæð í eðli og frumleg, þótt menningarlíf okkar sé að sumu leyti hörmulega fátækt og fáskrúðugt. Rómverjinn var svo mikill fyrir sér að hann hélt mestum hluta þessarar heimsálfu á valdi sínu, löngu eftir að hann var lagstur í gröfina. Rómversk lög, rómverskir siðir og rómversk tunga skipuðu öndvegið meðal flestallra þjóða í Norðurálfunni eða höfðu að minnsta kosti sterk og óafmáanleg áhrif á menningu þeirra og mál. En Ísland hefur aldrei lotið Rómverjum, hvorki beinlínis né óbeinlínis.
Að vísu bárust straumar rómverskrar menningar hingað sem betur fór, en hér voru þeim veittar öðruvísi viðtökur en annars staðar gerðist. Meðal margra annarra þjóða sópaðist í burtu allur grundvöllur innlendrar menningar, og liðu margar aldir, áður en nokkrar bætur yrðu á því ráðnar og þó aldrei til fulls. En þegar bylgjan skall yfir Ísland er kristni var lögtekin, þá var Íslendingum vaxinn svo fiskur um hrygg að þeir gátu varið þjólíf sitt fyrir öllum skemmdum en hins vegar gróðursett ótalmörg frækorn, sem með straumnum höfðu borist, í íslenskum jarðvegi. Þeir gerðust ekki apar útlendrar menningar, en færðu sér hana í nyt. Þeir lærðu mál Rómverjans, en hitt lærðu þeir ekki síður af honum, að leggja rækt og alúð við sína eigin tungu. Þess vegna er nú þeirra tunga og vor kennd við ótal menntastofnanir víðs vegar um veröldina. Þetta er sjálft höfuðatriði í Íslandssögu. Þetta undraverða og ógleymanlega afreksverk forfeðra okkar skapaði íslenskt þjóðerni.
Ekki er úr vegi að spyrja, hversu miklir Rómverjar þau eru í roðinu fyrir tilstilli Rómarkrisni, Hvítanesgoðinn sonur Þráins, Hildigunnur Starkaðardóttir, Kári Sölmundarson og þá Ámundi Höskuldsson Njálssonar. Fallið mannkyn, lítt viðbjargandi, í garði munka á birtuláði. Karl ábóti og Brandur biskup á næsta leiti.
Í bréfi segir Rasmus K. Rask, rétt upp úr aldamótunum !800: Ég legg ekki stund á íslensku til þess að nema af henni stjórnlist, hernaðarlist eða slíkt, nei, heldur til þess að hugsa eins og mannlegri veru sæmir, til þess að breyta þeim lága og niðurbælda anda sem mér hefur verið í brjóst blásinn frá blautu barnsbeini til þess að styrkja sál mína, svo hún fyrirlíti þær hættur sem á vegi mínum verða o.s.frv.
Ég skildi að orð er á Íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu. E.B.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.