Tacitus : Germania


Þýtt hefur Páll Sveinsson.

“ Mun mönnum hafa þótt það sönnum guðsótta nær að leggja fremur trúnað á gerðir guðanna heldur en að vera að hnýsast í þær fyrir forvitni sakir.” (bls. 65) Leita að súlum Heraklesar á strandlengju hins blauta Hollands!
Efi, grunur, vissa, tortryggni, trú, játning. Þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur þá líður það undir lok, sem er í molum. En nú varir trú von og kærleikur þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.. Korintubréf 13

Framfaragoðsögnin. Höf. Georg Henrik Von Wright, heimspekingur rökfræðilegrar raunhyggju, sem hann heyktist þó á - sænskumælandi Finni af skoskum ættum.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins 2003, íslensk þýðing Þorleifs Haukssonar. Ívitnun bls.172: “Skáldsagan Minnisblöð úr undirdjúpunum eftir Dostojevskí kafaði djúpt ofan í hin dökku svið mannssálarinnar, sem einhvern dag gætu brotist fram í ofsafenginni uppreisn gegn hinni skynsamlegu, skipulögðu og framsæknu samfélagsgerð. Hápunktur samfélagsgagnrýni 19. aldar er vissulega tilraun Nietzsches til umturnunar allra gilda, Umwertung aller Werte. Um Nietzsche sagði Wittgenstein einu sinni að hann hefði ef til vill
“snert við vandamálum í vestrænum hugsunarhætti ... sem enginn heimspekingur hefði nokkurn tíma glímt við” sem aðeins væri hægt að skrifa um “á hinu myrka máli hugboðsins... sem örfáir skilja.” Schade!
Henrik von Wright leysti Wittgenstein læriföður sinn af hólmi á kennarastóli í London síðustu 4 eða 5 árin, sem Wittgenstein lifði.
Bölsýni, raunsæi sviptir hulu blekkijga. Besti fáanlegur skilningur; að láta stjórnast af mannlegri speki eða af náð Guðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband