18.5.2013 | 16:21
Fáeinar meginlínur í sögu lands og þjóðar
Fyrir fimm þúsund árum höfðu menn, sem stunduðu akuryrkju og kvikfjárrækt, sest að í þeim héruðum Evrópu sem áður voru hulin jökli, og hafði þeim jafnframt auðnast að nema lönd á ströndum Noregs og eyjunum norðan Skotlands. Ísland lá lengst norður í höfum og utan seilingar þessa fólks. Þar hafði lífríkið þróast í yfir 13.000 ár án íhlutunar manna. Á Englandi tók það manninn t.d. aðeins rúm tvö hundruð ár að eyða álmskógunum (tvö hundruð ár er líftími birkitrjáa). Skógarnir viku fyrir graslendi, sem var notað af búpeningi eða tekið til akuryrkju og garðræktar. Fyrir rúmum þúsund árum voru flest gróðurlendi þar um slóðir fullnýtt. Skógar og kjörr; Sjá Íslensk þjóðmenning - Uppruni og umhverfi; kafli Sturlu Friðrikssonar, I. bindi.
Á 11. og 12. öld komu uppá áföll öðru hvoru á Ísalandi, en þess á milli var næg uppskera. Þegar leið á 13. öld fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina og virðist afrakstur dvína mjög á 14. öld (stopular siglingar Norðmanna spiluðu þar inní). Veðurfar skánaði með köflum á þessari kólnandi tíð en við upphaf 17. aldar fór veðráttan hart kólnandi og afrakstur gróðurlendis rýrnaði til stórra muna. Þessi harðindakafli stóð linnulítið til loka 19. aldar, en þá fór veður loksins batnandi, og jókst við það allur afrakstur gróðurs.
Afleiðing af því að gróðurlendi minnkaði og og afraksturinn að sama skapi var sú, að stöðvun varð í fólksfjölgun og síðan tók landsmönnum jafnvel að fækka. Samkeppni jókst um eign góðbúa og yfirráð framleiðslusvæða og baráttan um dvínandi landsgæði harðnaði. Ástand þetta einkenndi hina róstusömu tíma 13. aldar, Sturlunga aldar og stuðlaði að því, að hagur landsmanna fór hnignandi. ( Uppruni og umhverfi, Sturla Friðriksson.)
Ísland var eftir lýsingu Arngríms ábóta Brandssonar í Þingeyraklaustri frá 1351 að dæma nærri skóglaust land. Íslendingar fylgdu sömu verslunarstefnu og Norðmenn og lögðu bann við útflutningi matvæla nema matvæli fengjust í móti. Um 1330-40 munu Norðmenn hafa orðið aflögufærir með korn sökum vaxandi kornflutnings þýskra Hansakaupmanna til Noregs m.a. frá Eystrasaltslöndum; þá jókst sigling til Íslands, og Íslendingar stóðu ekki lengur gegn útflutningi skreiðar. Góður skreiðarmarkaður varð til erlendis og hækkandi verð, en því kann að hafa valdið innlend eftirspurn. Norskir kaupmenn í Björgvin urðu allsráðandi fyrir tilstilli konungs og/ eða ríkisráðs í Íslandsversluninni um 1350. Sú einokun hélst til 1415, þegar fyrstu kaupskip, samkvæmt öruggum heimildum, sigldu frá Englandi til Íslands. Á þessum tíma sigldu Norðmenn enn einmöstruðum knörrum, með einu rásegli yfir úthafið (einnig á svonefndum búsum), en Englendingar áttu tvímöstrunga með nýtískulegri seglabúnaði (kugga?). Síðast er getið um knörr við Ísland 1428. Sama ár varð norskur floti í Björgvin fyrir árás þýskra Hansamanna og dagar knarra voru taldir. (Íslensk þjóð menning og Íslands saga a-h, Einar Laxness.)
Þýskir Hansakaupmenn hófu siglingar til Íslands um 1420. Á síðari hluta !5. aldar hylltu Hamborgarar Kristján I., Danakonung, sem hertoga sinn, en kóngur naut stuðnings Hamborgardeildar Hansasambandsins, gegn Englendingum, í streði útaf Íslandsverzluninni. Styrjaldarástand ríkti milli Dana og Englendinga 1468-90. Árekstrar urðu milli Englendinga og Hansamanna á Íslandi, í Grindavík og Hafnafirði svo dæmi séu tekin. Danskurinn rak Englendinga úr Vestmannaeyjum 1558 og upp frá því varð kaupsigling þeirra til Íslands hverfandi, Danir búnir að koma sér upp nýtísku skipaflota, og Nýfundnalandsmið fundin.
Á 11. og 12. öld komu uppá áföll öðru hvoru á Ísalandi, en þess á milli var næg uppskera. Þegar leið á 13. öld fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina og virðist afrakstur dvína mjög á 14. öld (stopular siglingar Norðmanna spiluðu þar inní). Veðurfar skánaði með köflum á þessari kólnandi tíð en við upphaf 17. aldar fór veðráttan hart kólnandi og afrakstur gróðurlendis rýrnaði til stórra muna. Þessi harðindakafli stóð linnulítið til loka 19. aldar, en þá fór veður loksins batnandi, og jókst við það allur afrakstur gróðurs.
Afleiðing af því að gróðurlendi minnkaði og og afraksturinn að sama skapi var sú, að stöðvun varð í fólksfjölgun og síðan tók landsmönnum jafnvel að fækka. Samkeppni jókst um eign góðbúa og yfirráð framleiðslusvæða og baráttan um dvínandi landsgæði harðnaði. Ástand þetta einkenndi hina róstusömu tíma 13. aldar, Sturlunga aldar og stuðlaði að því, að hagur landsmanna fór hnignandi. ( Uppruni og umhverfi, Sturla Friðriksson.)
Ísland var eftir lýsingu Arngríms ábóta Brandssonar í Þingeyraklaustri frá 1351 að dæma nærri skóglaust land. Íslendingar fylgdu sömu verslunarstefnu og Norðmenn og lögðu bann við útflutningi matvæla nema matvæli fengjust í móti. Um 1330-40 munu Norðmenn hafa orðið aflögufærir með korn sökum vaxandi kornflutnings þýskra Hansakaupmanna til Noregs m.a. frá Eystrasaltslöndum; þá jókst sigling til Íslands, og Íslendingar stóðu ekki lengur gegn útflutningi skreiðar. Góður skreiðarmarkaður varð til erlendis og hækkandi verð, en því kann að hafa valdið innlend eftirspurn. Norskir kaupmenn í Björgvin urðu allsráðandi fyrir tilstilli konungs og/ eða ríkisráðs í Íslandsversluninni um 1350. Sú einokun hélst til 1415, þegar fyrstu kaupskip, samkvæmt öruggum heimildum, sigldu frá Englandi til Íslands. Á þessum tíma sigldu Norðmenn enn einmöstruðum knörrum, með einu rásegli yfir úthafið (einnig á svonefndum búsum), en Englendingar áttu tvímöstrunga með nýtískulegri seglabúnaði (kugga?). Síðast er getið um knörr við Ísland 1428. Sama ár varð norskur floti í Björgvin fyrir árás þýskra Hansamanna og dagar knarra voru taldir. (Íslensk þjóð menning og Íslands saga a-h, Einar Laxness.)
Þýskir Hansakaupmenn hófu siglingar til Íslands um 1420. Á síðari hluta !5. aldar hylltu Hamborgarar Kristján I., Danakonung, sem hertoga sinn, en kóngur naut stuðnings Hamborgardeildar Hansasambandsins, gegn Englendingum, í streði útaf Íslandsverzluninni. Styrjaldarástand ríkti milli Dana og Englendinga 1468-90. Árekstrar urðu milli Englendinga og Hansamanna á Íslandi, í Grindavík og Hafnafirði svo dæmi séu tekin. Danskurinn rak Englendinga úr Vestmannaeyjum 1558 og upp frá því varð kaupsigling þeirra til Íslands hverfandi, Danir búnir að koma sér upp nýtísku skipaflota, og Nýfundnalandsmið fundin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.