Strimlar

   „Hamborgarar fluttu Íslendingum svipaðar vörur og Englendingar á 15. og 16. öld. Keyptu einkum fisk, auk þess lýsi, brennistein, vaðmál og fálka. Hamborgarar virðast hafa orðið fyrstir til að flytja héðan æðardún, sauða - og nautakjöt, lambaskinn og gærur. Á 16. öld lærðu Íslendingar að prjóna, og þá var prjónles einnig flutt út: sokkar, vettlingar og leistar. Meðal innfluttra nýjunga var brennivín; ennfremur fengu Íslendingar vopn frá Hamborgurum fram eftir 16. öld, enda studdu landsmenn oftast Þjóðverja í átökum við Englendinga.
Ein merkilegasta nýjungin sem fluttist til landsins var prentverk, sem Jón Arason, Hólabiskup, mun hafa keypt frá Hamborg um 1530. Einnig fékk Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup svonefnt “orgelwarck” frá Hamborg“.
(Íslandsaga a-h, Einars Laxness, í Alfræðiflokk Vöku Helgafells, 2. útgáfa 1998 Uppsláttarorð, Hamborgarar).
Einokunarverslun Dana á Íslandi stóð frá 1602-1787. Í verstu hallærum og mannfelli af hungri töpuðu kaupmenn, en hagur þeirra stóð með mestum blóma þegar landsmönnum sjálfum vegnaði best. (Íslensk þjómenning. Veðurfar á Íslandi Veðurfarsbreytingar á sögulegum tíma bls 218-19).
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband