7.6.2013 | 21:17
Hvað er Evrópa?
Blágrámi liggur í loftinu, vorloftinu, hnífsblað í moldinni, brauðhleifur á borði, bókmenntagagnrýnandi fjasandi í útvarpið um Heidrich og Himmler; hnýtur utan í Kínamúrinn og stórrigningar haustsins; vekur spurn: Hefur maðurinn nokkra nasasjón af undirstöðum húmanískra mennta fyrst hann streitist jafn óðamála við að gera lýðum ljóst að yfirboð hafi svipt annars vægilegri fyrirætlan út úr samtíð hans. Hinar sjö frjálsu menntir Nasasjón af undirstöðum húmanískra mennta er Evrópa. Allt lagt að jöfnu jafn unggæðislegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.