Framboð - eftirspurn

   Engin rök liggja til þess að íslensk embættis- og höfðingjastétt 17. og 18. aldar, á dögum merkantílisma (kaupskaparastefnu) og kameralisma (hagsýsluveldi) hafi verið þess megnug að svipta af með handafli eða einu pennastriki þeim viðskuptaháttum sem ríktu í álfunni. Varla heldur hægt til þess að ætlast (Eggert Þráinsson). Landbúnaður var bjargræðisvegur Íslendinga líkt og sjávarútvegur og sami mannafli stundaði landbúnað og sjósókn. Allur fiskur sem eftirspurn var eftir af Íslands ströndum í Evrópu þessar aldir aflaðist á handfæri í árabáta. Hefði landbúnaður að mestu lagst af upp úr 1490 sakir vinnuaflsskorts hefði Ísland orðið verstöð Hollendinga, Hamborgara eða Englendinga. Líkast til hefði landslýður fljótt mætt örlögum sínum og að mestu flutt brott (sjá Píningdóm í Alfræði Vöku Helgafells, höf. Einar Laxness). Víst er að landið sveik á fyrri öldum, orpið ís og eldi.
Þeir Vísi-Gísli, Eggert Ólafsson, Skúli Magnússon, Jón Eiríksson (sem átti virkan hlut í afnámi bændaánauðar í Danmörku), Stefán Þórarinsson, Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson stóðu allir í breiðri fylkingu mitt í stormi sinnar tíðar. Ásamt Bjarna Thorarenssen!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband