6.8.2013 | 16:38
Miðja út í jaðri
Miðja, sem hverfist um sig sjálfa, er hvar á vegi stödd? Rúm og tími, aðstæður og metnaður, dyggðir, lestir, karakter og karríer koma við sögu. Hvenær lendir miðja út í jaðri? Þegar hún hverfist um sjálfa sig, og rekst þá e.t.v. á sína líka.
Hetjur Hómers, sem Sókrates Platóns leysti af hólmi. Spámenn Gamla testamentisins og Kristur, Páll postuli og Ágústínus í Hippó, sem hnaut um frjálsan vilja: að vita hvað er rétt en gera samt þveröfugt. Hver var frjáls og upplýstur vilji Sókratesar og postulinn Páll þekkti? Ef þú veist hvað er rétt, þá gerir þú, undanbragðalaust, það rétta. Jaðrar að segja má við nýja skóflustungu.
Neytendur 365 miðla og fjölmiðlanna! Óglöggt er hver dregur dám af öðrum í skollaleik, hvernig í pottinn er búið, og af hvaða völdum. Skólakerfið, atvinnulífið, fjölmiðlar, allt markar sinn svip, en afmáir líka afgerandi drætti, sem reynist margnum til vansa, útþynnir lapþunnt, af því að það svínvirkar á markhópinn, pöpulinn. Sækjast sér um líkir, fjársveltir, í miðju og út á jaðri, öfundarlausir?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.