Undir jökli

  Öndverðanes, Svörtuloft, Djúpalónssandur, Einarslón, Dritvík. Við Djúpalón, neðan við Gathelli eru fjórir aflraunasteinar: Fullsterkur ( 155 kg.), Hálfsterkur (140 kg.) , Hálgdrættingur (49 kg.), og Amlóði (23 kg.) . Amlóði brotnaði í tvennt fyrir ekki svo löngu síðan. Sjá bls. 61-64 og bls. 117-122 í bók Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará. Náttúran er söm við sig undir jökli. Loftur Guðmundsson skráði. Myndskreyting, Ragnar Kjartansson. Spyrtir saman betur tveir þeir HKL og Þórður. Deiglan þeim hin sama. Ort upp úr siðskiptum: Leiðist mér að liggja hér í ljótum helli ; betra er heima á Helgafelli, að hafa þar dans og glímuskell. Ljótur hellir og dimmraddaður, draugahellir. Þeir Helgafellsmenn undir merkjum kóngsins urðu sér út um kellingaket í beitu; höfðu í oflæti sínu rennt berum öngli. Allt olli þetta hrakför þeirra. Þeim skolaði loks á land upp í hellinn og gengu þar aftur. Einn þeirra var a.m.k hagmæltur en líka dimmraddaður. Heilagfiskur, amorsbrími, fagur fiskur í sjó. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband