Myndlist okkar forn og ný

 Sjájfsagðir hlutir

Ritgerðir H.K. Laxness. Helgafell, R.vík.

1946, bls 118-119.

Málaralistin er ef til vill elst íslenskra lista. Hún er að minnsta kosti jafn gömul landnámi hér og þar með tvöhundruð árum eldri en ritlistin. (bls.116)

Á þjóðmyndasafni hér er dálítið af gamalli myndlist... Útsaumur forn, sem oft er í verkan sinni óaðgreinanlegur frá málaralist, er enn varðveittur hér, en þó eru merkustu sýnishorn þessarar tegundar íslenskrar myndlistar ekki leingur hér á landi, heldur geymd í útlendum söfnum, þar á meðal í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Helstar minjar málaralistar frá miðöldum Íslands eru þó geymdar í fornum handritum okkar, sem eru í vörslu Dana. Það er sú tegund fornrar málaralistar, sem kölluð er lýsingar, illumínasjón og smámyndagerð, miniature. Ennfremur nokkuð af teikningum og bækur með dráttlist. Myndlist þessi er hinsvegar svo hástæð að hún bendir á langar og fastar erfðir auk órofa sambands við erlenda listmenningu. Því miður hefur málaralist fornhandrita okkar ekki verið rannsökuð nægilega af fróðum mönnum; franskir málarar, sem hafa skoðað þessi gömlu verk okkar, telja myndirnar búa yfir ákveðinni fíngerðri hrynjandi í línu, sem sé íslensk séreign, auk sérstakrar einföldunar og og samþjöppunar í tjáningu; sama einkenni benda sérfræðingar saumalistar á í fornum íslenskum útsaumi. Nokkrir fræðimenn benda á ákveðin form í fornlist okkar, einkum dýraform, sem séu óþekt í samtímalist rómanskri og gotneskri af þessu tagi og telja ættuð úr innlendri norrænni geymd.

Saga Íslands lll (bls.276 )Orðfæri og stíll- samtöl.

Orðfæri Íslendingasagna er skylt íslensku talmáli, að sama skapi sem það er frábrugðið erlendum lærdósstíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband