21.4.2008 | 13:35
Í tröllafans
HVERJIR myndu ekki setja allt sitt traust á þá hundvísu þursa, sem gægjast um gættir úr tröllafansi Gríms Thomssens í Búarímum, ættu menn þess kost, fengju þeir að óska sér? Hvað um afdalabörnin í ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur lengur undir forsæti sama ráðherrans en dæmi eru um áður? Líkast er engin furða, að forsætisráðherra sá skuli vera farinn að velta fyrir sér dómi sagnfræðinga í framtíðinni. En blessaðir sagnfræðingarnir eru upp til hópa, líkt og forsætisráðherra veit, vel ánetjaðir kennismiðum marxismans, sem luma á hinni einu sönnu lausn stríðandi mannkyns undan oki séreignarréttarins og allra preláta hans, og geyma í skauti sínu frelsið, frelsi hinna eignalausu til fjölbreytilegra leikjabragða líkt og sú lostafulla og kvalda Tosca í samnefndri óperu eftir Puccini; að ógleymdum ólánsbúrhnífnum, sem á glámbekk liggur en kemur óvænt í leitirnar.
Hvað eiga breytingar á eignarréttarákvæðum á landi og miðum uppi á Íslandi skylt við stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna? Í Sovét var allur eignarréttur bundinn við samyrkjubú og verksmiðjur ríkisins, í orði kveðnu verkamenn og bændur. Hér á Íslandi er búið að tryggja lítt sjáanlegum klíkum, hafurtaski Landsvirkjunar og kvótagreifum nytjarétt á hálendinu og fiskimiðunum í krafti auðnuleysis Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Athafnafrelsi íbúa byggðanna svipt burt. Og hvernig fær það staðist; ríkisbáknið Landsvirkjun skal hafa óskoraðan rétt til að svína út allt hálendi landsins í nafni mannauðs og þjóðarauðs því það hljómar svo dæmalaust framsækið og nútímalegt.
Úrræði þessarar ríkisstjórnar eru líkt og hjá börnum þeirra hundvísu þursa, sem skima um dali og gættir í tröllafansi skáldsins á Bessastöðum. Gerræðislegar ákvarðanir eru teknar varðandi lífríkið og afkomu þjóðar af valdagírugum ráðherrakrílum valdamesta flokks þingsins og jafnframt minnsta flokks þjóðarinnar, Framsóknarflokksins. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að láta upprennandi endurlausnara, grillufangara á vinstravængnum syngja yfir sér svanasönginn á leiði, eða... ætlar flokkurinn að sjá um pípið sjálfur og stefna öllu í voða? Kemur til greina að afsala okkur sjálfstæðinu til að hressa upp á þjóðarkarakterinn, fá afgerandi fólk og sæmilega siðaðar manneskjur til að annast stjórnsýsluna? T.d. frændur okkar Skota.
Hvað eiga breytingar á eignarréttarákvæðum á landi og miðum uppi á Íslandi skylt við stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna? Í Sovét var allur eignarréttur bundinn við samyrkjubú og verksmiðjur ríkisins, í orði kveðnu verkamenn og bændur. Hér á Íslandi er búið að tryggja lítt sjáanlegum klíkum, hafurtaski Landsvirkjunar og kvótagreifum nytjarétt á hálendinu og fiskimiðunum í krafti auðnuleysis Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Athafnafrelsi íbúa byggðanna svipt burt. Og hvernig fær það staðist; ríkisbáknið Landsvirkjun skal hafa óskoraðan rétt til að svína út allt hálendi landsins í nafni mannauðs og þjóðarauðs því það hljómar svo dæmalaust framsækið og nútímalegt.
Úrræði þessarar ríkisstjórnar eru líkt og hjá börnum þeirra hundvísu þursa, sem skima um dali og gættir í tröllafansi skáldsins á Bessastöðum. Gerræðislegar ákvarðanir eru teknar varðandi lífríkið og afkomu þjóðar af valdagírugum ráðherrakrílum valdamesta flokks þingsins og jafnframt minnsta flokks þjóðarinnar, Framsóknarflokksins. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að láta upprennandi endurlausnara, grillufangara á vinstravængnum syngja yfir sér svanasönginn á leiði, eða... ætlar flokkurinn að sjá um pípið sjálfur og stefna öllu í voða? Kemur til greina að afsala okkur sjálfstæðinu til að hressa upp á þjóðarkarakterinn, fá afgerandi fólk og sæmilega siðaðar manneskjur til að annast stjórnsýsluna? T.d. frændur okkar Skota.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.