Alþýða... aha!

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur eftir nýlegum fréttum að dæma haft öruggt í hendi að styrkja frjáls félagasamtök í landinu á borð við Landvernd. Er það vel. Verkalýðsfélögunum stýrir þjálfuð sveit atvinnumanna, sama liðið og ræður Alþýðusambandinu. Það fróma fólk hefur nú á þessu misseri ákveðið að draga við sig fjárstuðning við frjáls samtök náttúruverndarfólks. Ástæður segja þeir þær að einhverjir tugir skjólstæðinga sæki á næstunni vinnu á fjöllum sem friður skuli ríkja um.

Innanborðs í forystusveit Alþýðusambandsins eru a.m.k. einhverjir samfylkingarforkólfar, margyfirlýstir lýðræðis- og mannréttindavinir, gamlir Kúbuvinafélagar sjálfsagt líka, ennfremur stjórnendur lífeyrissjóða. Það verður að segjast að það leggur af þessu dauninn langar leiðir. Skinhelgi þessara veðmangara höfum við til sannindamerkis um þau rökþrot skynseminnar sem í kjarna sínum gerði vart meir en rétt halda tórunni í Frjálslynda flokknum breska eftir heimsstyrjöldina fyrri. Rökþrotum getur fylgt yfirþyrmandi tilfinning umkomuleysis. Sér Alþýðusamband Íslands ef til vill ástæðu til að lýsa opinberlega yfir stuðningi við her í landi til þess að fá þjónað lund sinni rökþrota og stundað óverjandi spákaupmennsku með lífeyrissparnað landsmanna?

Brýnasta krafa dagsins í dag er að lífeyrissjóðir verkalýðsfélaganna verði ávaxtaðir á tiltölulega öruggan máta í þágu félagsmanna t.a.m. í húsbréfum eða ríkisskuldabréfum, að öðrum kosti leystir upp. Fjárhagsstuðninginn við Landvernd ber vitaskuld að endurnýja.

Hvað líður byggingu tónlistahúss og stuðningi landsmanna á borði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband