Opið bréf til stjórnar lífeyrissjóðs Framsýnar


ÉG UNDIRRITAÐUR mótmæli því harðlega fyrir hönd minna félaga, að sjóðstjórnin gíni við gýligjöfum og vogi sér að veðja lögbundnum lífeyrissparnaði félagsmanna á hæpinn vonarpening álspekúlanta, í stað þess að byggja þeim óheillaskepnum út. 

Hverjum ætlar íslenska ríkið og formaður iðnaðarnefndar, dýrðarmaðurinn Hjálmar Árnason, að tryggja ágóða af áli úr Reyðarfirði? Væntanlega þeim sem borga niður lán og vexti ríkissjóðs, sem bæði fljúga hátt og víða, þeim sömu og kjósa munu hann á þing undirokaðir af heimsku. Hversu þungt, hversu leynt og hversu víða munu álögur dreifast á íslenskt athafnalíf, neytendur og skattþegna þegar um baktryggða framkvæmd á borð við virkjanir jökulánna austanlands er vélað? Hvað ef t.d. Rússarnir tækajavæddu áliðnaðinn hjá sér með aðstoð Hydro? Ríkisstjórn Íslands auglýsir um þessar mundir dýrasta virkjunarkostinn á Íslandi vænlegt gróðafyrirtæki. Gróðavænlegt fyrir hverja? Fjárfestana? Þá sem borga upp ríkisábyrgðina á verkinu og vextina, greiða niður rafmagnið til áliðjunnar? Marar fundið fé í laumusjóði stjórnmálaflokkanna í hálfu kafi á flúðum skolvatnsins, sem ofan flýtur af fjöllum? Hvað um ágóða verktakanna, höfuðskepnuna ríkissjóð, bráð framsóknaíhaldsins; hvað líður hégómadýrð þeirra, sem nurla á kostnað samborgara sinna í skjóli þrælknosaðrar ríkisábyrgðar? Hvað með þá, sem níða í sundur hjá sér heimatorfuna, Austfirðinga, kjósendur Halldórs Ásgrímssonar? Ætlar ríkisvaldið íslenska að hleypa fram ófyrirleitnustu spekúlöntum athafnalífsins og forframa líkt og tíðkast hefur í Japan og á Sikiley?

Er mál að linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband