Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2012 | 14:09
Áhöld, arður
Hvort er þjóðmenning fólgin í því, að allir sem einn, frói sér möglunarlaust við að níða einhvern skollann sér til uppihalds og hefðar. Og þeir sem breiðast brosa, þegar upp er staðið, hampi fróunarhástiginu? Áttu ekki fyrrverandi sveitamenn á mölinni, öreigalýður 19. og 20. aldar að frelsa allan heiminn eftir kenningunni og samkvæmt hugmyndafræðinni? Áhugavert er að skoða hlutverk sveitafólks fyrir og eftir að það ágæta fólk flutti í bæinn eða vestur um haf. Í Gersku ævintýri aldarinnar leið segir: Sú fegurðarþrá (hugmyndafræði jafngildi fegurðarþrár, Halldór Guðmunfsson), sem hefur ekki gert samkomulag við skynsemi og veruleika hlýtur að leiða yfir takmörk hins sorglega, alla leið út í hið skelfilega. Þar höfum við það.
Á ekki allur almenningur sínar rætur að rekja á berangur sveitanna, þar sem úlfar, birnir, hrafnar, refir, naut og manndýr ganga villt í bústnum berjamó. Og á kvöldin virða gömlu mennirnir fyrir sér ungu stúlkurnar dilla sér í dansi við varðelda, og þrífa til þeirra, rífa eina og eina úr reifinu eða gærunni- og stúlkunum reiknast til upphefðar. Glottandi máni stakur ásjáandi. Að breyttum breytanda, breyta, hluttfallsbreyting.
Nytsemi þeirra, sem nýta sér tækifærin, breyta öllu gagnlegu, sem þreifað verður á í skiptimynt. Afla þanneginn fanga til munaðar- og menningarlífs, sem með tíð og tíma sannar gildi sitt, veitir næmi, skilning, fró. Það er menning, sem skarast við framtíð, ekki skiptimarkaður, sem lamar og ýkir martraðarkennt ímyndunarafl hins skapandi frjómáttar grasrótarinnar. Skriftamál, varúlfar!
Kvölda tekur sest er sól/ svífur þoka um dalinn/; blóm skrýða völl, lækurinn kliðar í klettinum, fuglar syngja hátt á lofti og í setum sínum. Gúgglar þú enn á vefnum, flæktur í brum líðandinnar, ofinn töfrum þeirra dramatúrga, sem hollustueiðana þiggja og líta ber upp til liðamótalaust? Pol Pottistar, demonistar, drulluháleistar, ásýnd vægðarlausar aðdáunar án minnstu mildi, malandi drundhjassar, ísmeygilegir og jafn smeðjulegir reyfarar lista og vísinda, sterkar konur, realpólitíkusar varpa skuggaleiftri sínu af ergi í holdrosa, kalinn svörð. Kynborin öreigastétt, kaghýdd langt fram í ætt, handhafar vísindalegs sannleika, hæstbjóðendur lögmáls náttúru og mannfélags þarf að kjósa óvin sinn, færa sönnur á merkilegt hlutverk sitt, koma sér saman um málstaðinn, leggja óvininn í grimmúðlegt einelti, halda hópinn, ekki vegast á innbyrðis, stinga kerfinu í samband, hin rísandi stétt; stefnir inn á eilífar veiðilendur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2012 | 14:10
Aflandsmið og gevihnettir
Þegar logar milli karls og konu, kveða óbornir dyra í heiminn. Ef uppfæra á það spennumagn, er girndarblossinn, sem kviknar milli kynjanna í samanburði vart skuggaleiftur af ljóshaf; teknódans, leikfimi, slökun.
Við mannfólkið höfum fundið örugg ráð til að hindra barneignir. Eins og nokkur hafi tekið eftir því og hafi nokkurn samanburð. Við erum fjölmenningarlega sinnuð, ekki satt! Sjá nokkrir samhengi eða merkingu; sundurgreining og form fjölbreytilegra. Stórmarkaðir, skólar, popp, rokk, fótbolti, Hollywood, (og allir sem einn skulu líta upp til), fésbók, vefurinn, listgjörningar. Hvað er menntun, réttlæti? Verkhyggni verkafólks og tími þess er stórlega lítilsmetnari á vinnumarkaði en margfrægð þjálfun skólagenginna þvers og kruss. Hvað ræður afgerandi mun? Samkeppni á heimsmarkaði? Statístik? Tæknivæðing kynkvíslanna? Staða verkalýðsfélaga á berangri í sjávarhólmum, félagar sendisveina fjármagnsins. Þess á milli, dauðar stundir, menningarlíf, framsækni, skuggamyndir inná steppum og túndrum vísindalegs sósíalisma. Réttlæti skorts og gnægðar ríkir, tækni og geta vega salt; hnútur í maga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2012 | 19:50
Danaá
Geta mannsins til að láta gott af sér leiða hjálparlaust, úthald hans og hróður í þeim efnum staðfestir ærnar efasemdir. Gakktu með sjó og sittu við eld, svo kvað völvan forðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2012 | 15:56
A General History of Europe, Longmans: 16. öldin 1969
Rómarréttur versus kirkjuréttur, mónarkí, aðall, ítölsku borgríkin (Feneyjar), Niðurlönd, Flandur, N-Frakkland, Lübeck (Hansasambandið), fjarvídd (perspektíf), kontrapunktur, tvöfalt bókhald, harmónía, landafundir, madrígalar, óperur, óratoríur, barokk, nýklassík, hlutur í sjálfu sér versus afstæði hluta, verðbólga, empírismi, rationalismi. Helftin af mannskapnum og rúmlega það, upp undir 90% og þar af fleiri lifði af matvælaframleiðslu, glímdi við nauðþurftir, uppskerubrest, drepsóttir, Guð, dansaði og söng.
Málaliðar Karls V. keisara, her, sem samanstóð af lúterönum frá Þýskalandi og kaþólskum Spánverjum fékk ekki sinn mála greiddan 1527 og hertóku þá upp á sitt eindæmi Rómaborg, innbyggjurum til mikils ama. Elísabet I, Katrín af Medecí í Frakklandi (Bartelómessudrápin), María Skotadrottning, María Stuart á Bretlandi, þjóðhöfðingjar, konur á valdastólum
Tækni, (sjóngler) og vísindabylting (Galíleó) í burðarliðnum. Jón Kalmann Stefánsson var á dögum þessum óborið skáld að baki víglínunnar, óþolinmóður, sigurviss með spenntan lásboga. Hljóðlátar örvar á flugi að torráðum skotmörkum. (tilv. í Baldur Óskarsson skáld).
Ömmur 21.aldar og þeirra systkin, sem enginn vænir um að vera eintóma feður, eiga þau að ala önn fyrir öllum lausaleikskróum að breyttum breytanda, heilan draugafans, eftir stóra fall feðraveldisins sem þá e.t.v. er í vændum. Allir þrá jú fjör og sól.
Ætli það hafi beinlínis verið mjög frýnilegt liðið, bæði karlar og konur, sem lúskraðist kringum lýðskrumarana og fallöxina í Frakklandi 1789. Aðallinn barðist fyrir valdaþátttöku og þingi við mónarkiið, ásamt þriðju stétt. Stigveldið var aflagt í frönsku byltingunni, en ítök og gildi aðalsins ríkti áfram sem staðalfyrirmynd efnafólks og alþýðu. Sjálfsforræði hins sterka og réttur risti boða.(Makkíavellí). Átök hópa markaði samstöðu (lýðræði)
Nú ertu þriggja ára elsku Lóa mín
því yrki ég þetta ljóð til þín (lag og ljóð Jón frá Hrafnkellsstöðum)
þú hendist yfir gólfið og stekkur upp á stól
þú stígur dans á gólfinu
og þráir vor og sól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2012 | 14:31
Say it in broken English
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2012 | 19:02
Af berangri nöturraunsæis
Vísað er í tíma og ótíma til áætlaðrar þátttöku í feikna háttskrifuðu gervi, uhumræðu, goss úr grútfúlum pytti. Færir allt á kaf í eigin upphefð, fjálglegum játningum, blóðdrefjum, dreggjum. Búdda, rómverski hundraðshöfðinginn og hermenn hans á Golgata hugleiða stíft með blíðri brá Barrabas og Líbídó, brosandi í kampinn, skenkja á horn. Ólafur Jóhann, Sigfús Daðason, Þorsteinn frá Hamri, Steinar Sigurjóns og Jórunn skáldmær. Engilsaxneskur gjörningadári mænir upp á gítarháls, vinnukonugrip slegin; útlifaður millistéttarmaður væntanlegur milljarðamæringur. Kemikal. Amfetamín ally. Mun gróa undan haftinu? Just det!
Hrunið, rokk og ról, nema hvað! Konur eru skeinuglaðar hvort heldur áflog falla þeim eður ei. Eru þeim þá blíðuhótin víðsfjarri og fíla það í ræmur! Allrar athygli verðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2012 | 16:51
"Með hjálminn skyggnda, hvítri ..."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2012 | 16:20
Dáindi
Ég hef viljað aftur yngja ellimálið
vort og minnka trúlaust tálið
og taka úr því heimsku brjálið.
Jón úr Grunnavík
Cervus dame
Hugmynndafræði, teóría, praksis, skapandi hugsun fjölmiðlauhumræðunnar, ímyndunarafls í erfðafræðilegri blindgötu athafna og afkomu hanky panky hölda. Afurðir, margfeldi, á að duga fyrir t.a.m. dagvistun barna, uppeldi barnanna á ábyrgð fagfólks ekki handrukkara, sem líka kunna sitt fag, á að duga í slátrarann og bruggarann og helst lyfta fólki á stall koktelboða, á hringekjunni utan mæra skylduboða físíókrata og merkantílisma. Ræktun aukin mætti erfðavísinda og frjálsrar ímyndunar stefnir áfram upp og enn ofar með selskapið. Undirleikur hrunsins líkt og upptakturinn rock and roll. Hvað annað? Ungviði, berskjaldaðir skjólstæðingar nytsamra sakleysingja, blóðþyrstra erkiblábjána, klækjarefa á forheimskandi rússi glóbalt. Brotlent hilming. Linnulaust þvaður veður svo til linnulaust uppi í svonefndri fjölmiðlauhumræðu e.t.v. að einhverju leiti sakir virðingaleysis, fordæmafullrar fordæmingar mælenda, og fyrir andvaraleysi lýðræislegs meirihluta, eigenda á yfirvofandi hættu. Hún felst fremur í drengilegu bragði en andlausu ofbeldi þar fyrst á síðasta ári í tíð hvers, heits hvers, á heiðu hveli? Kjaftæði á sínar möglunarlausu heimtur líkt og dæmi sanna. Nóg er þrástagast á hlutum, sem með réttu eiga heima í vitnastúku eða skriftastóli, Readers Digest, þeir gerðir jafn hversdagslegir og sjálfsagðir og hverjir aðrir smákvillar, sem vart tekur því að nefna upphátt eða í trúnaði við Eitil eða Brand.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2012 | 19:00
Til hliðsjónar líðandi stundar
Hugmynd og veruleiki er sitthvað, hugmyndir og veruleiki engu síður, hvað þá breytilegur veruleiki, umbreyttur í afurð, margfeldi.
Ókyrrð í tóminu, launeind á svifi í hrakhólmi, úti í víðáttu geims, svífandi á fiðrildavæng sínum, vel fáðum, í flæðiskeri á djúpum vaðli, stilltum sjó og villtum.
Lofi menn Guð, fara með hljóða bæn, kveða Guði lof og dýrð. Á margt ber að líta. Skimun undir hafísrönd suðurskautsins, hrakið fé í sjávarhólmum. Samhengi hluta: Túrismi, popp, hjartablóð, vitund, píslarvottar, hugmyndir, útreikningar, spár; ógnir, friður, almenn skólahervæðing á vinnumarkað, upplýsts einveidis, í opnu lýðræði, foragt og uppeldi, bjástur í listum og pólitík, breytur í breyttum heimi. Axla ábyrgð á svínaríinu!
Taka eigin gagnsemd fram yfir strangari boð, líkt og nútíma kvenfólk og karlar í stórum stíl stunda í víðum tækjasölum, breyta með því heimi til hins betra og slást með í hóp betur megandi í tilfinningvelsæld þeirri, sem nærir og bætir og gerir augnablikið þess virði að lífinu sé vert að lifa því, í rússi, alsælu, algleymi.
Afhrópum peningaleysi og peninga yfirleitt. Afkomu, ásetning o.s.frv.? Lifum okkar eigið ágæti í skjóli þeirra mannréttinda, sem léttvopnaðir femínistar velgja okkur undir uggum með. Hvert er erindið? Hvaða árangri er vænst? Sósíalískum hámarksárangri, á hvítum sloppi, í lúðraþyt og söng! Heimtum sama rétt og þeir sem mest megna. Jafntefli. Jafnrétti. Að sækja og tryggja rétt sinn og eigin gagnsemd eru mannréttindi og skylda. Megi hin faglegu sjónarmiðin ráða í samskiptum fullorðinna, barna, meiri- og minnimáttar á kvarða betri gæða, þeirra sem lífinu lifa í botnlausri velsæld og afla sér með því aðdáunar og öfundar, sem sefa má um stund með hljómum, litum, formum, innsetningum og gerningum í listum.
Rödd og raddblær segir gjarnan jafn mikið ef ekki meira en svipbrigði í samskiptum hvunndagsfólks, í orðum, sem lúta svo sem að mörgu. Sá raddblær lifir óháður þeim listbrögðum sem um stund sefa og knýja fram eigin gagnsemd og sjálftökurétt í trássi við strangari boð sem lífið markar, setur, oft að annarra boði, þess vegna Guðs, gjafarans milda, góða, í lífi ykkar og okkar. Er vísindalega óumdeilt. Reynið ekki að hnekkja þeim boðum iðrunar- og yfirbótalaust. Sá grunur styrkir hvern og einn, og heildina því fleiri, sem þátt taka, lifandi, gegnir, ókomnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2012 | 17:26
Kenndir, myndhvörf, nýgjörvingar Fyrra innslag
Úr erindi upphaflega flutt 1916, birt í bókinni Þjóð og tunga, 2006, undir ritstjórn Baldurs Jónssonar.: Frá Rómverjum er sá siður kominn að hafa ættarnöfn. Hin íslenska nafnvenja á djúpar rætur í menningu þjóðarinnar. Aldrei ætti oss að gleymast það að íslensk menning er sjálfstæð í eðli og frumleg, þótt menningarlíf okkar sé að sumu leyti hörmulega fátækt og fáskrúðugt. Rómverjinn var svo mikill fyrir sér að hann hélt mestum hluta þessarar heimsálfu á valdi sínu, löngu eftir að hann var lagstur í gröfina. Rómversk lög, rómverskir siðir og rómversk tunga skipuðu öndvegið meðal flestallra þjóða í Norðurálfunni eða höfðu að minnsta kosti sterk og óafmáanleg áhrif á menningu þeirra og mál. En Ísland hefur aldrei lotið Rómverjum, hvorki beinlínis né óbeinlínis.
Að vísu bárust straumar rómverskrar menningar hingað sem betur fór, en hér voru þeim veittar öðruvísi viðtökur en annars staðar gerðist. Meðal margra annarra þjóða sópaðist í burtu allur grundvöllur innlendrar menningar, og liðu margar aldir, áður en nokkrar bætur yrðu á því ráðnar og þó aldrei til fulls. En þegar bylgjan skall yfir Ísland er kristni var lögtekin, þá var Íslendingum vaxinn svo fiskur um hrygg að þeir gátu varið þjólíf sitt fyrir öllum skemmdum en hins vegar gróðursett ótalmörg frækorn, sem með straumnum höfðu borist, í íslenskum jarðvegi. Þeir gerðust ekki apar útlendrar menningar, en færðu sér hana í nyt. Þeir lærðu mál Rómverjans, en hitt lærðu þeir ekki síður af honum, að leggja rækt og alúð við sína eigin tungu. Þess vegna er nú þeirra tunga og vor kennd við ótal menntastofnanir víðs vegar um veröldina. Þetta er sjálft höfuðatriði í Íslandssögu. Þetta undraverða og ógleymanlega afreksverk forfeðra okkar skapaði íslenskt þjóðerni.
Ekki er úr vegi að spyrja, hversu miklir Rómverjar þau eru í roðinu fyrir tilstilli Rómarkrisni, Hvítanesgoðinn sonur Þráins, Hildigunnur Starkaðardóttir, Kári Sölmundarson og þá Ámundi Höskuldsson Njálssonar. Fallið mannkyn, lítt viðbjargandi, í garði munka á birtuláði. Karl ábóti og Brandur biskup á næsta leiti.
Í bréfi segir Rasmus K. Rask, rétt upp úr aldamótunum !800: Ég legg ekki stund á íslensku til þess að nema af henni stjórnlist, hernaðarlist eða slíkt, nei, heldur til þess að hugsa eins og mannlegri veru sæmir, til þess að breyta þeim lága og niðurbælda anda sem mér hefur verið í brjóst blásinn frá blautu barnsbeini til þess að styrkja sál mína, svo hún fyrirlíti þær hættur sem á vegi mínum verða o.s.frv.
Ég skildi að orð er á Íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu. E.B.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)