Ógnarbíldur

 Upphaf Hrafnkelssögu Freysgoða. Það var á dögum Haralds konungs hins hárfagra, Hálfdánar sonar hins svarta, Guðröðar sonar veiðikonungs, Hálfdánar sonar hins milda og hins matarilla, Eysteins sonar frets, Ólafs sonar trételgju Svíakonungs, að sá maður kom skipi sínu til Íslands í Breiðdal, er Hallfreður hét. Það er fyrir neðan Fljótsdalshérað. Þar var á skipi kona hans og sonur er Hrafnkell hét. Hann var þá fimmtán vetra gamall mannvænn og gjörvilegur. Hallfreður setti bú saman. Ógnarbíldur: skelfir, grýla. Sjá Orðabók menningarsjóðs.å Landnáma. Eysteinn meinfretur Álfsson nam lönd Bálka og Bersa goðlausa við austanverðan Hrútafjörð, en þeir feðgar fluttu sig suður í Borgarfjörð, í Langavatnsdal. Kona Bersa hins goðlausa var Þórdís, úr Hítardal, dóttir Sæunnar, dóttur Skallagríms. Arngeir Bersason og Þórdís voru foreldar Björns Hítdælakappa, en Björn vandi mjög komur sínar í Hjörsey (?) til Oddnýjar eykindils. Hallfreður vandræðaskáld Óttarson gisti á sínu ferðalagi hjá Galta bróður sínum á Hreðavatni. Hreða, hrýðja... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband