Færsluflokkur: Bloggar
28.8.2016 | 15:37
Framhalds úttekt úr Mannkynsögu 1789-1848 eftir Jón Guðnason
Bls. 297-300. Um lögmál mannfjölda eftir Tómas Róbert Malthus 1776-1834 kom út 1798. Þar setur hann fram þá kenningu, að fólksfjöldinn muni vaxa hraðar en matvælaframleiðslan. Stór hluti mannkyns væri þess vegna dæmdur til fátæktar og hungurs. Malthus hélt því fram að þetta vandamál væri frekar líffræðilegt en hagfræðilegt og fátæklingarnir gætu engum öðrum kennt um hlutskipti sitt en sjálfum sér og þeirri tilhneigingu sinni að auka kyn sitt svo ört, að matvælaframleiðslan hefði ekki við. -- En úr því að svo væri gripi náttúran til sinna ráða og fækkaði mannfólkinu með styrjöldum, drepsóttum og hungursneyð. Samkvæmt skoðun Malthusar var fátækt og neyð náttúrulögmál, sem ekki yrði umflúið. -- Klassíska hagfræðin þeirra Adams Smiths 1723-1790 með Auðlegð þjóðanna, Malthusar og Ricardos náði hámarki með kenningum þess síðastnefnda Davíðs Ricardos 1772-1823. Þar birti hann í bókinni Pólitísk hagfræði 1817 og fetar þar í fótspor Adams Smiths, en hann eykur við og skýrirýmislegt á annan veg enda hafði iðnbyltingin gerbreytt mörgu frá því Auðlegð þjóðanna kom út. Merkasta framlag Ricardos voru kenningarnar um skiptingu þjóðartekna og verðmætiskenning hans. Hann kvað þjóðartekjurnar skiptast í þrennt: rentur af jarðeign, laun fyrir vinnu og ágóða af fjármagni. -- Kenning Ricardos um kaupgjald til verkafólks var sú, að vegna fjölgunar þess gætu launin aldrei farip mikið hærra en nægði fyrir nauðþurftum. Þessi þurftarlaun voru náttúrulegt verð á vinnu og voru það járnhörð lög. -- Adam Smith, Malthus og Ricardo lögðu grundvöllinn að hinni klassísku hagfræði, en hún var að þeirra áliti vísindagrein sem skýrði frá þeim lögmálum sem ríktu í atvinnulífinu , og þeir töldu sig hafa fundið og skýrt ýmsa þætti atvinnulífsins með lögmálum um frjálsa samkeppni, sérhagsmunahvötina, framboð og eftirspurn, mannfjölda, verklaun, rentu og alþjóðaviðskipti. Hinir klassísku hagfræðingar lögðu mikla áherslu á, að þessum lögmálum væri hlýtt, því að sú væri leiðin til farsældar. Þessi borgaralega hagspeki, sem framan af krufði og kannaði atvinnulífið rækilega, snerist smá saman upp í vörn fyrir auðvaldsþjóðfélagið, sem sætti sífellt harðari gagnrýni af hálfu sósíalista og stjórnleysingja.
Flétta
Dans lita, ljóss og tóna. Íslenskt mál. Þar næst, næst síðast ekki þar síðast; þær skúrirnar ekki þeir; eignafallsfælni, skriplar á skötu hefur e.t.v. eitthvað með kvótakerfið að gera. Spænska Harlem Monu Lisu. Carlos Santana. Hertar píkur til þerris á sjónminjasafni. Gimbill eftir götu rann / hvergi sína móður fann / þá jarmaði hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2016 | 13:52
Uppsláttartitlar
Mannkynssaga 1789-1848 eftir Jón Guðnason. Mál og menning Reykjavík 1960 bls.297-300.
Adam Smith (1723-1790). Tómas Malthus (1768-1834) og Davíð Ricardo (1772-1823) héldu því báðir fram að matvælaframleiðsla héldi ekki í við fólksfjölgun. Charles Darwin (1809-1882), T.H.Huxley, líffræðingur, Pétur Alexivitch Kropotkin (1809-1882; enski skólinn, samkeppni og sá rússneski, samvinna: sækir í sig sinn styrk. Grasbítar og kjötætur og fjöldi þeirra ýmist í Síberíu eða Afríku já eða Suður Ameríku.
Heimsálfurnar sjö hann sá
hinar fjórar aldrei fann
fallegur er hann framaná
og fyrir aftan líkamann.
Hvað líður vinnulaunum, húsnæðisverði, matvælaverði, tæknistigi. Hversvegna eru eiginnöfn á öldum ljósvakans undanþegin fallbeygingu? Sindíkat !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2016 | 14:15
Anarkistar (James Joll)
Darwin, darwinistar; T.H. Huxley, Kropotkin. Merlau Ponty, tilvistarstefna; verkalýðsfélög þriðja heimsins: frelsi jafnrétti bræðralag, þvert á landamæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2016 | 14:09
Istar
Þýskir kommúnistar studdu fremur Hitler til valda 1932 en vinna með jafnaðarmönnum. Proudhon studdi til valda diktatorinn Lois Napoleon III við völd 1852-70. Marx-Lenínistar, Nasional-sósíalar, fasistar; sami grautur í sömu skál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2016 | 14:22
Baggi
... mun mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa í kringum þig.
Bólu Hjálmar (1769-1875).
Arngrímur Jónsson á Melstað, (1568-1648). Vísi Gísli Magnússon, (1621-1698). Árni Magnússon, (1663-1730). Jón Vídalín, (1666-1720). Skúli fógeti Magnússon, (1711-1794). Eggert Ólafsson, (1726-1768). Jón Eiríksson konferensráð, (1728-1787). Ólafur Stefánsson stiftamtmaður, (1731-1812). Sveinn Pálsson náttúrufræðingur og læknir, (1728-1787). Steingrímur biskup Jónsson í Lauganesi, (1769-1845). Jón forseti Sigurðsson (1811-1879). Útgerðafélag kaupir togarann Coot 1904. Ráðvendni, hollusta, þolgæði; heimanfengur Vestur-Íslendings, Cartoons Charlies. Betra er af sjálfum sér að taka en síns bróður að biðja. History is the autobiography of a madman. Skandall, dauði einstaklings, heils samfélags, jafnframt árekstur við halastjörnu. Persónutöfrar Bakunins og Jóns Espólíns spyrtir saman að Nechaev og Alexander Herzen ásjáandi. Isaiah Berlin: Russian Thinkers.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2016 | 16:46
Skáldkvennatal í sviphendingu
Jórunn skáldmær, ísl. skáld; ein af fáum nafngreindum skáldkonum; orti Sendibít til Hálfdáns svarta, sonar Haralds hárfagra, en af kvæðinu eru aðeins varðveitt brot í Haraldssögu hárfagra, Snorra Eddu og einu handriti Ólafs sögu helga. Um J. er annars ekkert vitað. Íslenska alfræðibókin.
Steinunn Finnsdóttir, enn á lífi 1710 þá búsett í Höfn í Melasveit, Borgarfirði, og er hún oft kennd við þann bæ. Var á ungum aldri á vist í Skálholti í tíð Brynjólfs biskups Sveinssonar, en átti síðar Þorbjörn Eiríksson bónda í Birtingaholti, Árnessýslu. Steinunn í Höfn er fyrsta íslenzka konan, sem töluvert hefur varðveist eftir af kveðskap, hún orti kappakvæði, allmarga vikivaka, lausavísur og tvennar rímur út af ævintýraefnm, Hyndlurímur og Snækóngsrímur (prentaðar ásamt kappakvæði í Ritum Rímnafélagsins lll 1950, í útg. Bjarna Vilhjálmssonar), og þekkjast ekki eldri rímur á íslensku, ortar af konu. Íslenskt skáldadal. Alfræði Menningarsjóðs 1976.
Látra-Björg, Ljósavatns systkin, Skáld- Rósa, Ólína Andrésdóttir og Herdís tvíburasystir hennar, Ólöf Sigurðardóttir, Ólöf Siguðardóttir, Theodóra Thoroddsen, Hulda, Erla, Jakobína Sigurðardóttir, Vilborg Dagbjarsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Steinunn Sigurðardóttir.Halldóra Kristín Thoroddsen, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ingunn Snædal, Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Didda.
Sjá Nihil, ungskáldin. Ferskeytlan kom auðsjáanlega að góðu haldi á fyrri tíð, þulur og barnagælur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2016 | 14:52
Saga Íslands V bls. 99, bls.185, bls. 278
Heimsósómi (Skálds Sveins, uppi á 15. öld og e.tv. 16. öld.) er grein á kvæðameiði sem á síðmiðöldum stóð með blóma í öðrum löndum. Fleiri eru til allgömul íslensk heimsádeilukvæði, en Heimsósómi ber svo mjög af þeim að krafti og orðkynngi að menn horfa ekki á hliðstæðu eða hugsanlegar fyrirmyndir. Bragarhátturinn er sjálfsagt af erlendum toga en festir rætur í íslenskum kveðskap og kemur síðar fram Davíðsdikti og Ljómum sem eignuð eru Jóni Arasyni. Heimsádeilur nutu síðar mikilla vinsælda hér á landi í margar aldir. Minna má á Aldasöng Bjarna Jónssonar Borgfirðingaskálds (1560-1640), Aldarhátt Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og ýmis kvæði eftir Stefán Ólafssonar (1614-1674), (Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla (1621-1712); (austfirski skáldaskólinn, einkenni raunsæi og glaðværð), Eggert Ólafsson (1726-1768). (Jónas, Fjölnir og Tryggvi Emilsson). Andinn lifir hinn sami, en ádeilan breytist nokkuð og mótast af stefnu hverrar aldar og persónulegum viðhorfum skáldanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2016 | 14:45
Saga Íslands V
Þorgilssaga og Hafliða, brúðkaupið á Reykhólum í Reykólasveit sumarið 1119. Þar var fornaldarsaga þulin af munni fram. Varðveisla hennar: Griplur (Hrómundarrímur Gripssonar). Sjá Saga Íslands bls. 243. Inngangsorð Þorgilssögu og Hafliða: .... margir ganga duldir hins sanna og hyggja það satt er skrökvað er, en það logið sem satt er. Enginn veit til angurs fyrr en reynir. Allt er óhægara að leysa en að binda. Varðar mest að allra orða/ undirstaða sé réttlig fundin. (Lilja). Gissur Sveinsson á Álftamýri í Arnarfirði bróðir Brynjólfs biskups Sveinssonar, hann reit fornkvæðabók, (danskvæðabók) árið 1665. Saga Íslands V, bls. 263.
Heilagur andi hvert eitt sinn
hefur það kennt mér bróðir minn;
lífsins krydd ef lítið finn
að leggja það ekki í kistur inn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2016 | 13:57
Jöfur
Jöfur lands og jómfrúrnar.Jöfur lands og jómfrúrnar; bruddu mélin graðhestar.
Offorsfull ærugírugheit; hindurvitnalaust raunsæi. Bendingar þjóðsögunnar. Árni Oddsson og brúni hesturinn. Reynistaðamenn á Kili. Oddur prestur á Miklabæ o.fl. Fólk og saga. Benedikt Gíslason frá Hofteigi, 1958.
Frásagnir. Árni Óla. Bókaútgáfa menningarsjóðs, 1955. Ævintýramaðurinn Arnes Pálsson, bls 271 - Málskjöl með alþingisdómum.
Þar sem Fjalar felur sal
fyrir gali norna;
kynjasvalan kanna skal
Kaldadalinn forna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2016 | 14:47
Saga Íslands V. bindi, 1992
Verslunarhag Englendinga hér við land hnignaði eftir miðja 15. öld, en dansk-norska konungsvaldið rétti úr kútnum, ekki síst fyrir atorku þeirra biskupa er næstir komu til sögu og kosnir voru á prestastefnum innanlands. (Björgvin, Niðarós, Hamborg, Kaupmannahöfn).
Valdsmenn og ríkismenn !4. og 15. aldar virðast oft hafa skammtað sér lög og rétt með oddi og egg. Fólki var meinað að gefa ástríðum sínum lausan taum, geðhrif þess sveifluðust milli guðsótta, undirgefni og grimmdar og dagfar þess mótaðist af þeim reglum er valdhafar settu um kristilegt líferni, og draumar fólksins voru mótaðir af vildardraumum valdamanna um hugrekki, heiður og ástir hins sterka bardagamanns, sem eru aðalefni bókmennta miðalda.
Skáld-Sveini, uppi á síðari hluta 15. aldar og í upphafi hinnar 16.; er eignað kvæðið Heimsósómi.
Á vorum dögum er veröld í hörðu reiki,
varla er undur þó að skepnan skeiki,
sturlan heims er eigi létt í leiki,
lögmál bindur en leysir peningurinn bleiki.
Guðmundur Erlendsson á Felli 1595-1670. Úr dæmisögum Esóps:
Hætta í nauð er háski stór
holdsins forni gestur;
hættan vex ef hugprýðina brestur.
Ein sit ég úti á steini
sorgin mér verður að meini.
Fagrar heyrði ég raddirnar í Niflungaheim
ég gat ekki sofið fyrir söngvunum þeim.
Sumir báru silki og skrúð
sópuðu allt úr kaupmannsbúð,
aðrir gengu á hákarlshúð og héldu á beining sinni.
Eldurinn undan hófum hraut
þá hofmannsliðið reið á braut;
mál er að linni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)