Færsluflokkur: Bloggar

Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum

 Hið íslenska bókmenntafélag R.vík. 1989

Hinar frjálsu listir (trivium), þrívegur: grammatica, (málfræði); dialectica (rökfræði); rhetorica (mælskulist); latínulist, þrætubók og málsnilld. Quadrivium (fervegur: arithmetica (tölvísi), geometria (flatamálsfræði), astronomia (stjörnufræði), og musica (tónfræði). Samsetning þessara fjögurra greina er ævaforn, hefur verið rakin til skóla Pýþagórasar á Sikiley um 500 fr.Kr. Saman nefndust greinarnar einu nafni septem artes liberales (hinar sjö frjálsu listir eða menntir); á Íslandi voru þær stundum kallaðar höfuðíþróttirnar sjö.

Áhöld

Tæknibylting á 15. öld, sókn Breta á Íslandsmið. Lögðu í kjölfarið heiminn að fótum sér. Björgvin, Hansamenn, Píningsdómur. Riddarasögur og rímur á 15. öld og áfram. Nýfundnalandsmið uppgötvuð. Ísland skattland Danakonungs. Cervantes, Jónas Hallgrímsson.

The Conquest of the North Atlantic

G.j. Marcus The Boydelle Press Saga Íslands V. bindi.


Að tempra hið harða og hvessa hið deiga

Úr Helgakviðu Hundingsbana:

Svo bar Helgi

af hildingum

sem

íturskapaður

askur af þyrni,

eða sá dýrkálfur

döggu slunginn

er efri fer

öllum dýrum

og horn glóa

við himin sjálfan.

 

Sítat: Við finnum að það eru ekki leifar frumstæðrar villimennsku, heldur íþrótt smiðsins, sem kann til beggja verka, að tempra hið harða og hvessa hið deiga. Fyrir þessa sök er Völssungakviða forna nærstæðari nútímamönnum heldur en nokkurt annað af hetjukvæðum þeim sem varðveitt eru í Eddu.

Jónas Kristjánsson, II bindi Sögu Íslands - bls. 170

 

Falla fossar,

flýgur örn yfir,

sá er á fjalli

fiska veiðir.


Kvíavilla frh.

Draumvísur Jóns nokkurs Grettissonar frá því fyrir Örlygstaðarbardaga 1238:

 

Varist þér og varist þér,

vindur er í lofti.

Blóði mun rigna

á berar þjóðir.

 

Þá mun oddur og egg

arfi skipta.

Nú er hin skarpa

skálmöld komin.

 

Sveitaprestur kom í húsvitjun á afskekktan bóndabæ, þar sem bóndi þótti hvorki mjög kristilegur né kirkjurækinn. Presti var vel tekið og boðið kaffi við eldhúsborðið, en hundur bónda lá undir borðinu. Sem þeir sitja og spjalla þarf prestur skyndilega að leysa vind. Hann gerir það eins hæversklega og honum er unnt í von um að enginn taki eftir.„Snati,” segir bóndi byrstur, og léttir presti við, að bóndi kennir hundinum um. Hann leyfir sér því sömu athöfn aftur og enn skammar bóndi hundinn og er nú höstugri en fyrr. Prestur hugsar nú sem svo, að fyrst bóndi telji hundinn sekan, sé sér óhætt að losa sig við allan vindganginn og rekur hraustlega við.

„Snati,” sagði bóndinn þá, “komdu þér undan borðinu áður en mannandskotinn skítur yfir þig.”

 

Sr. Björn O. Björnsson var um tíma prestur að Hálsi í Fnjóskadal. Hann hafði hug á að stunda þar búskap, en kunni lítt til slíkra verka og réð sér því ráðsmann. Fyrsta morguninn sem þeir voru báðir á búinu spurði ráðsmaður klerk, hvað hann vildi að þeir gerðu í dag.

Hvernig væri að halda kúnum?” svaraði sr. Björn.

 

Þegar Ásgeir hannes Eiríksson, alþingismaður var ennþá pylsusali, var hann einhverju sinni að sýna amerískum ferðamanni miðbæ Reykjavíkur. Hann sýndi honum hróðugur styttuna af Hannesi Hafstein og lét þess getið að þetta væri nú langafi sinn.

 „Stofnaði hann fyrirtækið?” spurði ferðalangurinn.

 

Þriggja ára gamall íslenskur strákur sem alinn var upp í Danmörku var sendur á dagheimili. Hann var frekar lítill í sér í upphafi, enda hafði hann litla sem enga dönsku lært. Smám saman hresstist þó snáði, lærði dönskuna og fór að skilja starfsfólkið. Þegar hann nokkru síðar var spurður, hvernig honum líkaði á dagheimilinu, svaraði hann:

„Það er ágætt núna. Nú eru fóstrurnar farnar að skilja íslensku.”

 

Fyrir allmörgum árum sátu nokkrir útigangsmenn að drykkju um borð í bát, sem þeir höfðu tekið sér bólfestu í. Ásbjörn Ólafsson heildsali kom þar og gaf þeim 12 vodkaflöskur. Skyndilega sótti mikla depurð að einum drykkjumanninum og þegar hinir gengu á hann, hvað ylli, stundi hann upp:

„Hvað eigum við svo að gera þegar þetta er búið?”

 

Það gerðist í þá gömlu og góðu daga þegar fínar frúr í Reykjavík höfðu stúlku í húsinu, að ein frúin var að kenna nýrri stúlku til verka rétt áður en veisla sem hún ætlaði að halda hæfist. Hún lagði mikla áherslu á, að stúlkan myndi eftir molatönginni, því karlmenn væru svo miklir sóðar. Þeir færu á klósettið, þvægju sér ekki um hendurnar og færu svo beint með fingurna ofan í molakarið. Í miðri veislunni uppgötvaði frúin, að töngin var ekki á sínum stað. Hún fór þá fram í sldhús og spurði vinnukonuna hvar töngin væri.

„Nú, hún er frammi á klósetti,” svaraði stúlkan.


Kvíavilla

 Glettur, kvíavilla, þversagnir.

 

Vísur eignaðar Árna Pálssyni:

 

Oft um marga ögurstund

á andan fellur héla.

Hitt er rart hve hýrnar lund,

þá heyrist gutla í pela.

 

Eftir langan glasaglaum

göfugri þreytu sleginn,

læðist hann eins og lús með saum

að landinu hinu megin.

 

Þegar Haraldur Á Sigurðsson leikari var sem feitastur kom hann inn í klæðaverslun Andrésar og vildi láta sauma á sig buxur. „Við þurfum að taka mittismálið,” sagði stúlkan og leit á Harald. „Kannski þú haldir fyrir mig í endann meðan ég hleyp hringinn með málbandið.”

 

Bóndi einn var fenginn til þess að vera leiðsögumaður hjá ríkum Ameríkana í síðasta Heklugosi. Þegar þeir voru komnir eins nálægt glóand hrauninu og hægt var sagði Ameríkaninn bergnuminn: „Þetta er eins og í helvíti.” Bóndinn fussaði við og sagði eins og við sjálfan sig:

„Það er ekki að spyrja að því. Alls staðar hafa þessir Ameríkanar verið.” 

 

Kennari í Melaskóla var að hlýða nemanda yfir Íslandssögu. „Hvað gerðist árið 1844?” spurði kennarinn. „Þá fæddist Símon Dalaskáld,” svaraði nemandinn“. „En hvað gerðist árið 1854?”

„Þá varð Símon 10 ára.”

 

 Tómas Guðmundsson var nýkominn af sjúkrahúsi þegar hann mætti Haraldi Á. Sigurðssyni leikara. „Ósköp er að sjá þig”, sagði Haraldur. „Maður gæti haldið að það væri hungursneyð í landinu”.

„Það er alveg rétt,” svaraði Tómas, „og þegar maður lítur á þig finnst manni eins og það hljóti að vera þér að kenna.”

 

Er skáldsagan Á guðs vegum eftir Björnstjerne Björnson kom út í íslenskri þýðingu seldist hún upp á skömmum tíma. Útgefandinn fékk þá skeyti frá bóksala úti á landi þar sem pöntuð voru nokkur eintök af bókinni. Hann svaraði um hæl:

„Enginn á guðs vegum eftir í Reykjavík. Reynið Akureyri.”

 

Jói kom heim til sín úr skólanum fullsnemma, og vildi móðir hans fá skýringu á því. Jú kennslukonan hafði tekið hann upp í ensku, og hann mundi ekki hvað orðið „feet” þýðir. “Ég hef tvo, en kýrin fjóra” hafði kennslukonan sagt til þess að hjálpa Jóa.

„Hún rak mig út þegar ég sagði spenar”. 

 

Guðmundur bóndi í Kvígindisdal var ákafamaður og mjög fljótfær. Einhverju sinni var hann að slátra kálfi, sem brölti óvenju mikið í dauðateygjunum, og það svo að hauslaus brölti hann upp á framlappirnar.

„Asskotinn sjálfur,” sagði Guðmundur þá, „gleymdi ég ekki að skjóta hann,” og skaut svo í hausinn, sem lá á jörðinni. 

 

Þegar Margrét Danadrottning kom hingað í opinbera heimsókn um árið, var Páll Skúlason lögfræðingur formaður Dansk-Íslenska Félagsins.

Drottingin hélt meðal annars veislu á Hótel Holti og var Páli að sjálfsögðu boðið. Margrét veitti vel og varð Páll nokkuð ölvaður þegar líða tók á. Undir lok veislunnar gekk drotting milli gesta og spjallaði við þá. Þegar hún kom til Páls, mátti hann illa mæla sakir drykkju og tók hún því hið besta og brosti breitt. Morguninn eftir hittu nokkrir kunningjar Páls hann í Austurstræti, og var hann þá enn nokkuð rykaður. Þegar þeir spurðu um drottninguna og hvort hann hefði ekki hitt hana, svaraði Páll um leið og hann gekk burtu:

„Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið.” 


Kvæðabrot

Allt hafði annan róm 

áður í páfadóm,

kærleikur manna í milli,

margt fór þó vel með snilli,

Ísland fékk lofið lengi,

ljótt hér þó margt til gengi.

Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld, 1560-1640

 

Á vorum dögum er veröld í hörðu reiki,

varla er undur, þó að skepnan skeiki

sturlan heims er eigi létt í leiki

lögmál bindur, en leysir peningrinn bleiki.

Skáld - Sveinn, uppi á 15. öld og e.t.v fram á 16. öld. Ljómur Jóns Arasonar sami bragarháttur og Hjá Skáld-Sveini.

Landnám, löggilding, ættir, minni, sögusvið.

Leiksystkin. Skíðarímur, Don Quixote, Heljaslóðarorusta, Gerpla. “Í sumum þessara kvæða er gæfu mannsins teflt fram gegn geigvænlegum og óþekktum öflum náttúrunnar.” Jón Samsonarson í riti sínu Kvæði og dansleikir.


Myndlist okkar forn og ný

 Sjájfsagðir hlutir

Ritgerðir H.K. Laxness. Helgafell, R.vík.

1946, bls 118-119.

Málaralistin er ef til vill elst íslenskra lista. Hún er að minnsta kosti jafn gömul landnámi hér og þar með tvöhundruð árum eldri en ritlistin. (bls.116)

Á þjóðmyndasafni hér er dálítið af gamalli myndlist... Útsaumur forn, sem oft er í verkan sinni óaðgreinanlegur frá málaralist, er enn varðveittur hér, en þó eru merkustu sýnishorn þessarar tegundar íslenskrar myndlistar ekki leingur hér á landi, heldur geymd í útlendum söfnum, þar á meðal í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Helstar minjar málaralistar frá miðöldum Íslands eru þó geymdar í fornum handritum okkar, sem eru í vörslu Dana. Það er sú tegund fornrar málaralistar, sem kölluð er lýsingar, illumínasjón og smámyndagerð, miniature. Ennfremur nokkuð af teikningum og bækur með dráttlist. Myndlist þessi er hinsvegar svo hástæð að hún bendir á langar og fastar erfðir auk órofa sambands við erlenda listmenningu. Því miður hefur málaralist fornhandrita okkar ekki verið rannsökuð nægilega af fróðum mönnum; franskir málarar, sem hafa skoðað þessi gömlu verk okkar, telja myndirnar búa yfir ákveðinni fíngerðri hrynjandi í línu, sem sé íslensk séreign, auk sérstakrar einföldunar og og samþjöppunar í tjáningu; sama einkenni benda sérfræðingar saumalistar á í fornum íslenskum útsaumi. Nokkrir fræðimenn benda á ákveðin form í fornlist okkar, einkum dýraform, sem séu óþekt í samtímalist rómanskri og gotneskri af þessu tagi og telja ættuð úr innlendri norrænni geymd.

Saga Íslands lll (bls.276 )Orðfæri og stíll- samtöl.

Orðfæri Íslendingasagna er skylt íslensku talmáli, að sama skapi sem það er frábrugðið erlendum lærdósstíl.


Jónsbók

 Lög og réttur voru um aldir kjarni íslenskrar þjóðmenningar. Enginn íslenskur miðaldatexti hefur náð svipaðri útbreiðslu og lögbókin. Engin bók hefur verið hér jafn mikið lesin og lærð og átt jafnvirkan þátt í varðveislu íslenskrar tungu og samfélagshátta. Lög og réttur voru um aldir kjarni íslenskrar þjóðmenningar. Skrifarar hafa haft atvinnu af því að afrita Jónsbók.... Hún þarfnaðist skýringa og gat af sér lögskýringarit. Bókin var prentuð á Hólum 1578, ein af fyrstu bókunum, sem Guðbrandur biskup Þorláksson gaf út, og fyrsta veraldlega bókin, sem prentuð var á íslensku. 

Saga Íslands III

Hið íslenska bókmenntafélag

Sögufélag R.vík. 1978

Bls. 48 


Framhald

 Framhald á fyrri færslu; að teknu tilliti til búnaðarhátta, iðn- og nútímavæðiongar. Danaveldi, Noregur, Svíaveldi, Holland, Ítalía, Spánn, Portúgal, arabaheimurinn, að lögþing leysi af vopnaþing, rómarréttur, réttarríki, Afríka, Ástralía, Indónesía, suður- og mið Ameríka, Færeyjar.


Modern

Social Origins of Dictatorship and Democracy Barrington Moore, Jr. Penguin Books Iðnvæðing og eignaréttur; nútímavæðing: Stóra-Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Rússland, Þýskaland, Japan, Kína, Indland, Holland, Ítalía. Lord and Pesant in the Making of the Modern World.


Draumfjörur

 Gekk ég draumfjörur

gimbil sá í skeri,

flæddan mjög;

uns við fjöll hann lyfti

hornum hálfur máni.

 

Þorsteinn Valdimarsson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband